Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro Ég elska að prufa nýja rétti eins og hugsanlega mörg ykkar eruð farin að kannast við og hérna lagði ég upp með að vera með Tikka Masala sósuna frá Toro og myndaði hana með en breytti svo snögglega í Balí sósuna þar sem ég taldi hana eiga betur við í þetta sinn, geri hina bara seinna.
Langa í Pestó Sól frá Önnu Mörtu og Lovísu Með sætkartöflumús og döðlum. Ég fékk gefins alveg dásamlega góða Löngu frá vini og ég hef persónulega ekki mikið eldað Löngu svo ég ákvað að leyfa sköpunargleðinni njóta sín og þetta varð útkoman. Virkilega sátt við hana og mjög gott allt saman, sælkeraréttur með meiru.
Fiskibollur með lauksmjöri Hvort heldur sem er að maður geri þær sjálfur frá grunni og eða kaupi þær tilbúnar þá eru þær virkilega góðar með lauksmjöri og kartöflum.
Fiskur með karrýi og eplum Þeir gerast bara ekki einfaldari réttirnir, þessi er eiginlega bara of einfaldur og spurning um að flækja hann smávegis eða ekki. Allavega þá þarf eitthvað gott með þessu og spurning um að hafa hrisgjón með eða kartöfluskífur.
Saltfiskur í pestósósu Þessi var afar ljúffengur. Ég notaði 1 pakka af frosnum saltfisk sem ég keypti í Bónus og afþýddi áður og með þessu útbjó ég kartöflusalat.
Gratineraður pestófiskur Tilraunaeldhús Ingunnar heldur áfram og mikið hef ég gaman af því þegar réttirnir heppnast svona vel svo ég sé tilbúin í að deila þeim með ykkur. Þessi kom mér á óvart, svo mikill sælkeraréttur og bragðgóður.
Plokkfiskur a la bearnaise! Enn aftur tilrauna eldhúsið mitt í gangi og núna bauð ég vinkonu minni í mat í Gratineraðan plokkfisk í bearnaise sósu og við vorum sammála um að þessi yrði gerður aftur, virkilega góð tilbreyting frá þessum hefðbundna og virkilega góður. Mæli með!
Gratineraður fiskur í karrísósu Ég hef mjög gaman af því að setja saman allsskonar hráefni í matargerð og prufa mig áfram. Sumir réttanna koma hérna inn en bara ef þeir slá í gegn og eru góðir. Þessi var virkilega góður og líka upphitaður í tvo daga á eftir.
Þorskhnakkar léttsaltaðir Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!
Ýsa í sesam og kókosraspi Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan og var að gera fyrst núna. Ég minnkaði reyndar uppskriftina svo að hún hentaði fyrir einn og læt það fylgja með og það má líka vel nota Þorsk eða annan góðan fisk að vild.
Fiskur í bacon-sósu og bönunum Þessi réttur var oft á boðstólunum fyrir yfir 20 árum síðan hjá mér og núna var hann endurvakinn. Hann var meira segja betri en í minnigunni og verður gerður fljótlega aftur.