Grafinn lax!

June 30, 2024

Grafinn lax!

Grafinn lax!
Þvílíka snilldin þetta krydd, þetta er sælkera svo um munar og eitt það besta og einfaldasta sem ég hef notað og gert sjálf! Blandan er alveg tilbúin og er útbúin af matreiðslumeistaranum Helga B.Helgasyni sem hefur sett saman 6 tegundir af gæðakryddum en eins og er þá fást þau bara á Spáni þar sem hann er búsettur.

Graflax krydd frá Sesoning blend by Artos og lax, meira þarf ekki af hráefni og svo þarf bara tíma.

Stráið vel af kryddinu bæði undir og yfir laxinn. Lokið svo ílátinu og setjið inn í ísskáp í um 48 tíma eða tvo sólahringa.

Hann sendi mér pakka af kryddunum að gjöf og ég hef verið að prufa þau eitt af öðru og þetta einstaka t.d. er snilld. Bragðlaukarnir dansa trilltan dans svo mikið er víst og þetta er sá allra besti graflax sem ég hef borðað á ævinni og einfaldaði allt ferlið fyrir mig að útbúa þennan gæða mat sem verður gerður fljótlega aftur því stykkin hurfu á örskotsstundu í fjölskylduna sem var sammála mér um hvað þetta væri gott.

Hérna má sjá laxinn eftir 1 sólahring

Hérna er hann eftir 2 sólahringa og tilbúinn. Þvílíka sælgætið.

Þá er bara að rista sér brauð og gæða sér á með Sælkera sinneps graflax sósu. 

Skreytið að vild eða sleppið því...

Fyrir áhugasama að panta þá er bara að kíkja á heimasíðuna hjá By Artos

Hérna má svo finna síðuna á feisbókinni

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.

Halda áfram að lesa

Lax í ofni með aspas!
Lax í ofni með aspas!

August 07, 2024

Lax í ofni með aspas!
Ég var svo heppin að fá gefins smá af gómsætum lax og ég töfraði fyrir mig úr honum nokkrar mismunandi máltíðir plús að ég gerði líka graflax. Þvílíka veislan!

Halda áfram að lesa

Fiskibollur Tikka Masala!
Fiskibollur Tikka Masala!

July 29, 2024

Fiskibollur Tikka Masala!
Já það má alveg breyta út kjúkling fyrir fiskibollur eða jafnvel einhverju öðru í sósurnar frá Toro. Hérna smellti ég í einn ljúffengan rétt með glútenlausum fiskibollum frá Fiskikónginum sem ég verslaði mér á tveir fyrir einn dögunum þeirra í febrúar á Fiskbúarmánuðinum þeirra.

Halda áfram að lesa