Ferskur rækjuréttur kaldur Þessi er einstaklega góður og ferskur. Bjó hann loksins til og bauðfjölskyldunni í kaffi. Flottur á veisluborðið, saumaklúbbinn og einfalt að útbúa hann og skella í ísskápinn t.d. deginum áður.
Brauðterta með túnfisk Ég ákvað að nýta afganginn af brauðtertu brauðinu af Mills brauðtertunni og skellti í eina létta og ljúfa túnfiskbrauðtertu. Hæglega er hægt að stækka innihaldið sem upp er gefið um helming og gera eina stóra.
Brauðterta með Mills-kavíar Þessi er öðruvísi en allar aðrar sem ég hef gert, þá meina ég þessar hefðbundnu en hún kom skemmtilega á óvart og var mjög góð og fékk góð meðmæli.
Hangikjöts rúlluterta Fjölskylan elskar hangikjöt, soðið, kalt, í tartalettum, ofan á brauð, inní ofni með bræddum osti ofan á, ofan á snittum, brauðtertum og þessa líka sem ég gerði fyrir afmæliskaffiboð hjá mér í febrúar 2024, rúlluterta með hangikjöti.
Mexíkósk rúlluterta Ein af þessum uppskriftum sem ég hef safnað að mér til að gera einn daginn og það kemur að þeim einni af annarri. Mjög góð uppskrift og dásamlega falleg á veisluborðið, saumaklúbbuinn, ferminguna eða bara á notalegu kvöldi heima.
Baguette meðheitreyktum Lax Ég lumaði á einum pakka af heitreyktum Lax í frystinum frá því að ég pantaði slatta af bæði af fiski í tempura og fiskibollum, reyktum lax, sósum ofl góðgæti frá Fisherman, allt svakalega gott, bara mitt mat.
Rúlluterta með hráskinku Þessa er ég búin að vera með í fórum mínum lengi en hafði ekki gert en það kom að því og hérna má sjá afraksturinn. Ég smakkaði hana fyrst kalda en setti svo hluta af henni inn í ofn daginn eftir og fyrir mína parta þá kunni ég betur við hana heita, svo bæði gengur upp.
Aspas & skinku lengja Eða öðru nafni Aspasstykki eins og margir þekkja það undir. Frekar einfalt að útbúa og fljótlegt. Alveg dásamlega gott í hvaða veislu, saumaklúbb sem er eða bara til að njóta með sjálfum sér og gera sér dagamun.
Freisting sælkerans með osta og paprikublæ Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan og passar vel við nafnið á klúbbnum mínum í dag.