Þá kemur Coca cola sósa;
sérlega afbrigðilegt og spennandi !
Þessa efri útgáfu hef ég ekki sjálf prufað en stefni að því með tímanum en þessa neðri er ég búin að gera, einsskonar einfaldari útgáfa og hentar að gera með hvaða kjöti sem er, sem fer inn í ofn
Toro bearnaise sósa með rækjum!
Oftar en ekki kýs ég einfaldleikann en þó alltaf með einhverju tvisti eftir mínum hætti en ég lít á tilbúna sósugrunna sem kryddið í hvaða sósu sem er og þar er af mörgum að velja. Hérna bæti ég saman við rækjum og eggjarauðu og úr verður æðisleg sósa.