Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!

April 03, 2024

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Ég bauð foreldrum mínum í mat og bauð þeim upp á fisk í orlý, franskar og Tartar sósu sem þau voru alsæl með. Þetta er svo einfalt og svo gott að eiga til að grípa í og aðeins þarf að bæta saman við vatni og krydda.

1 kíló af þorsk/ýsu eða öðrum fisk
1 pk af Orlý frá Vilko, ég notaði annan pokann, á hinn til góða.
Pipar, salt og fisk krydd
Olía til steikingar, ég nota Repjuolíu

Skerið fiskinn í bita og veltið honum upp úr hveiti

Kryddið blönduna með salti, pipar og Fiskkryddi eftir smekk

Djúpsteikið svo fiskinn upp úr olíu, ég nota ávallt Repjuolíu sem ég kaupi í Bónus

Á meðan ég er að djúpsteikja fiskinn þá set ég franskar í Air fryerinn og krydda svo með Kartöflukryddi.

Fiskinn bar ég svo fram með frönskum, Tartarsósu og sítrónusneið.

Uppskriftina af Tartarsósunni má finna hérna


Afgangurinn svo af fiskinum var settur í frystipoka, 1 stk í hvern og verður svo notað í ljúffengar vefjur einn daginn eða smellt í Air fryerinn. Ekkert fer til spillis.


Afgangsfiskur notaður í vefju með salati, gúrku, Mango Chutney, sinnepssósu, Doritos og mosarella og svo vafið upp. 

Þið finnið okkur líka á Instagram

Gaman væri ef deilt væri áfram

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Pönnusteikt bleikja!
Pönnusteikt bleikja!

February 10, 2025

Pönnusteikt bleikja!
Ég verslaði mér eitt ljúffengt stk af bleikju frá Svenna í Fiskbúð Fúsa. Ég kryddaði það með dásamlega góða og ferska Fisk kryddinu frá Mabrúka deginum áður og steikti svo á pönnu. Með því bar ég fram ferskt salat og Sætkartöflusalat líka, svakalega gott allt saman. 

Halda áfram að lesa

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Steikt rauðspretta með sítrónukeim!

February 10, 2025

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Rauðspretta er ein af mínum uppáhalds og ég er farin að kaupa hana reglulega og elda mér og þar sem ég hef svo gaman af því að prufa nýjar aðferðir eða krydd þá er ég hérna með Sítrónupipar frá Mabrúka sem var einstaklega ferskt og gott. Með þessu bar ég fram sætkartöflu salat sem var æðislega gott með.

Halda áfram að lesa

Túnfisksteik með bearnise!
Túnfisksteik með bearnise!

January 24, 2025

Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun.

Halda áfram að lesa