April 03, 2024
Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Ég bauð foreldrum mínum í mat og bauð þeim upp á fisk í orlý, franskar og Tartar sósu sem þau voru alsæl með. Þetta er svo einfalt og svo gott að eiga til að grípa í og aðeins þarf að bæta saman við vatni og krydda.
1 kíló af þorsk/ýsu eða öðrum fisk
1 pk af Orlý frá Vilko, ég notaði annan pokann, á hinn til góða.
Pipar, salt og fisk krydd
Olía til steikingar, ég nota Repjuolíu
Skerið fiskinn í bita og veltið honum upp úr hveiti
Kryddið blönduna með salti, pipar og Fiskkryddi eftir smekk
Djúpsteikið svo fiskinn upp úr olíu, ég nota ávallt Repjuolíu sem ég kaupi í Bónus
Á meðan ég er að djúpsteikja fiskinn þá set ég franskar í Air fryerinn og krydda svo með Kartöflukryddi.
Fiskinn bar ég svo fram með frönskum, Tartarsósu og sítrónusneið.
Uppskriftina af Tartarsósunni má finna hérna
Afgangurinn svo af fiskinum var settur í frystipoka, 1 stk í hvern og verður svo notað í ljúffengar vefjur einn daginn eða smellt í Air fryerinn. Ekkert fer til spillis.
Afgangsfiskur notaður í vefju með salati, gúrku, Mango Chutney, sinnepssósu, Doritos og mosarella og svo vafið upp.
Þið finnið okkur líka á Instagram
Gaman væri ef deilt væri áfram
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 13, 2025
Sweet Chili fiskur!
Fiskréttur og fiskréttur og óteljandi útfærslur. Hérna kemur ein frá mér sem ég prufaði að gera og var svakalega góð, svo góð að henni er hér með deilt með ykkur. Hún er líka svo einstaklega einföld að allir ættu að geta orðið meistarar í matargerð sinni.
July 30, 2025
Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.
June 18, 2025
Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.