Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!

April 03, 2024

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Ég bauð foreldrum mínum í mat og bauð þeim upp á fisk í orlý, franskar og Tartar sósu sem þau voru alsæl með. Þetta er svo einfalt og svo gott að eiga til að grípa í og aðeins þarf að bæta saman við vatni og krydda.

1 kíló af þorsk/ýsu eða öðrum fisk
1 pk af Orlý frá Vilko, ég notaði annan pokann, á hinn til góða.
Pipar, salt og fisk krydd
Olía til steikingar, ég nota Repjuolíu

Skerið fiskinn í bita og veltið honum upp úr hveiti

Kryddið blönduna með salti, pipar og Fiskkryddi eftir smekk

Djúpsteikið svo fiskinn upp úr olíu, ég nota ávallt Repjuolíu sem ég kaupi í Bónus

Á meðan ég er að djúpsteikja fiskinn þá set ég franskar í Air fryerinn og krydda svo með Kartöflukryddi.

Fiskinn bar ég svo fram með frönskum, Tartarsósu og sítrónusneið.

Uppskriftina af Tartarsósunni má finna hérna


Afgangurinn svo af fiskinum var settur í frystipoka, 1 stk í hvern og verður svo notað í ljúffengar vefjur einn daginn eða smellt í Air fryerinn. Ekkert fer til spillis.


Afgangsfiskur notaður í vefju með salati, gúrku, Mango Chutney, sinnepssósu, Doritos og mosarella og svo vafið upp. 

Þið finnið okkur líka á Instagram

Gaman væri ef deilt væri áfram

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Saltfiskur í Kormasósu!
Saltfiskur í Kormasósu!

November 18, 2024

Saltfiskur í Kormasósu!
Indversku sósurnar frá Patak's eru með þeim bestu sem ég hef smakkað sem eru seldar í tilbúnum krukkum og hérna ákvað ég að prufa að vera með fisk sem ég átti og breyta út af vananum að vera með kjúkling

Halda áfram að lesa

Lax með kús kús
Lax með kús kús

October 21, 2024

Lax með kús kús
Góður og einfaldur réttur sem ég tel að allir geti eldað og boðið upp á.
Þarna hafði ég með kús kús en það er líka vel hægt að vera með kartöflur eða hrísgrjón.

Halda áfram að lesa

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.

Halda áfram að lesa