April 03, 2024
Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Ég bauð foreldrum mínum í mat og bauð þeim upp á fisk í orlý, franskar og Tartar sósu sem þau voru alsæl með. Þetta er svo einfalt og svo gott að eiga til að grípa í og aðeins þarf að bæta saman við vatni og krydda.
1 kíló af þorsk/ýsu eða öðrum fisk
1 pk af Orlý frá Vilko, ég notaði annan pokann, á hinn til góða.
Pipar, salt og fisk krydd
Olía til steikingar, ég nota Repjuolíu
Skerið fiskinn í bita og veltið honum upp úr hveiti
Kryddið blönduna með salti, pipar og Fiskkryddi eftir smekk
Djúpsteikið svo fiskinn upp úr olíu, ég nota ávallt Repjuolíu sem ég kaupi í Bónus
Á meðan ég er að djúpsteikja fiskinn þá set ég franskar í Air fryerinn og krydda svo með Kartöflukryddi.
Fiskinn bar ég svo fram með frönskum, Tartarsósu og sítrónusneið.
Uppskriftina af Tartarsósunni má finna hérna
Afgangurinn svo af fiskinum var settur í frystipoka, 1 stk í hvern og verður svo notað í ljúffengar vefjur einn daginn eða smellt í Air fryerinn. Ekkert fer til spillis.
Afgangsfiskur notaður í vefju með salati, gúrku, Mango Chutney, sinnepssósu, Doritos og mosarella og svo vafið upp.
Þið finnið okkur líka á Instagram
Gaman væri ef deilt væri áfram
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 18, 2024
October 21, 2024
September 11, 2024