Sítrónulax með kartöflugratín!

June 29, 2024

Sítrónulax með kartöflugratín!

Sítrónulax með kartöflugratín!
Lax sem hefur verið kryddaður deginum áður er eitthvað sem ég mun gera aftur!
Þarna hafði ég verið með nokkur stk af laxabitum sem ég hafði kryddað og eldaði svo bara eitt stk deginum áður. 

Þegar ég gæddi mér svo á þessum deginum síðar þá hafði kryddið náð að færa laxinum einhverja nýja töfra og hann bráðnaði í munni með öllu því ljúffenga meðlæti sem ég hafði með honum.

Ég setti laxinn að þessu sinni inn í ofn en lítið mál er að skella honum á grillið á góðvirðis degi. 180°c í um 15-20 mín eftir stærð.

Heimagert kartöflugratín, stökkt brakandi gott ferskt salat með!


Uppskrift af kartöflugratininu má skoða hérna



Ferskt salat sem ég hafði með: Íssalat frá Lambhaga, agúrku í sneiðum, kokteiltómata í sneiðum, papriku rauða niðursneidda og niðursneiddar radísur.

Toppað með þessum gæðaosti Gellir frá Fjósahorninu sem ég verslaði þar í mai.

Þetta var algjör sælkeramáltíð að mínu mati 



Fyrir þá sem vilja kalda sósu líka með þá er þessi æðisleg og einstaklega einföld, 4 msk af Grískri jógúrt, 2 tsk af Birkisírópi eða öðru, hrært saman og kælt lítilega og smátt skorin graslaukur settur ofaná.


Ég kryddaði laxinn með þessu kryddi sem ég fékk sent frá Spáni 

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Sweet Chili fiskur!
Sweet Chili fiskur!

October 13, 2025

Sweet Chili fiskur!
Fiskréttur og fiskréttur og óteljandi útfærslur. Hérna kemur ein frá mér sem ég prufaði að gera og var svakalega góð, svo góð að henni er hér með deilt með ykkur. Hún er líka svo einstaklega einföld að allir ættu að geta orðið meistarar í matargerð sinni.

Halda áfram að lesa

Lax með blómkálsgratín!
Lax með blómkálsgratín!

July 30, 2025

Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.

Halda áfram að lesa

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa