Pestósalat! Þessa blöndu fékk ég í hitting hjá vinkonu og þetta sló algjörlega í gegn hjá mér og er einstaklega gott með bæði góðu kexi eða snittubrauði, flottur sælkeraréttur í hvaða veislu/partý sem er. Og aðeins 3 hráefni!
Salat með reyktum silung Frekar einfalt en rosalega gott ferskt salat með reyktum silungi sem gott er að toppa svo í lokin með djúsí sinnepssósu eða annarri að eigin smekk.
Silungasalat með sinnepssósu Elska góð fersk salöt öðru hverju, bæði með mat og eins líka sem máltíð og hérna var þetta notað sem máltíð. Athugið að þar sem ég er bara að gera þarna salat fyrir einn þá met ég sjálf hvað ég þarf mikið af hverju og svo er alltaf hægt að breyta til enda er þetta bara tillaga að ljúffengu salati.
Spínatsalat Ljúffengt spínatsalat með eggi, papriku, tómötum, agúrku og fetaosti, toppað með basamik gljáa. Dásamlega hollt og gott og afar einfaldur kostur sem gott getur verið að gera stóran skammt og hafa með sér í nesti.
Eggjasalat Allt í einu langaði mig svo í eggjasalat! Hafði ekki gert svoleiðis í 20 ár örugglega og ekki var það lengi gert. Sjóða egg, hræra majó, setja egg útí og smá gúrku líka og papriku, krydda eftir mínum smekk og þá var það tilbúið.
Létt síldarsalat Hérna var ég að prufa mig áfram í léttu línunni og bjó þá til þetta líka gómsæta, holla síldarsalat og mátti til með að deila því með ykkur.
Ferskt salat með túnfisk Enn ein tillagan af ljúffengu salati. Ég veit að það er lítið mál að henda í eitt stk salat en stundum er bara svo gott að fá smá hugmyndir, svo hérna er ein.