Ingunn Mjöll

Málverkin mín!

Árið 2018 gaf móðir mín mér litlar trönur, striga, málingu og pensla og ég ætlaði að byrja að mála eitthvað. Lengi búið að blunda í mér en sá einhvervegin aldrei neitt eða fann inn í mér hvað mig langaði til að mála. Ég færði trönurnar á ýmsa staði og allt kom fyrir ekki, ég vissi bara ekki hvað ég átti að mála.

En svo rann dagurinn upp árið 2020. Ég var í markþjálfa námi og í einum skipti tímanum þá var ég að hugsa þetta og ræða og í staðinn fyrir það að bíða eftir einhverju þá setti ég mér markmið og ákvað að á föstudögum ætlaði ég að gefa mér tíma í að mála.

Ég stillti öllu upp og gerði tilbúið. Morguninn eftir kl.10 þá settist ég niður og byrjaði.
Kvöldið áður hafði ég verið að keyra heim og sá þá Friðarljósið úti í Viðey en ljósmyndafélagið sem ég er í hafði sett upp hraðkeppni og áttum við að fara og taka myndir af því um þá helgina. Ég ákvað að keyra niður við höfnina og taka myndir, ég sá á leiðinni hvernig tunglið skein bjart og það kallaði á mig ásamt Friðarljósinu.

Ég horfði á strigann, tók mér pensil í hönd og byrjaði. Friðarljósið, tunglið, samnemendur mínir og kennarar raðaðir sitthvoru megin við ljósið og svo fljúgandi fuglar, merki friðar, hvítir og jörðin í sinni tengingu, kyrrð, hugarró og ljósið að lýsa okkur veginn, hverjum og einum á sinn einlæga hátt, sameining og alheimurinn. 

Þetta var byrjunin og á meðan ég málaði fyrstu myndina var ég komin með þá næstu í hugann og svo næstu og svo koll af kolli. 

Fólkið, friðurinn, gildin, markmiðin, hugurinn, ástin, alheimurinn, við, tilveran, að vera, að njóta, núið, þú, ég, við, þið.

Engar vörur fundust í þessu safni