Langa í Pestó Sól

March 11, 2024

Langa í Pestó Sól

Langa í Pestó Sól frá Önnu Mörtu og Lovísu
Með sætkartöflumús og döðlum.
Ég fékk gefins alveg dásamlega góða Löngu frá vini og ég hef persónulega ekki mikið eldað Löngu svo ég ákvað að leyfa sköpunargleðinni njóta sín og þetta varð útkoman. Virkilega sátt við hana og mjög gott allt saman, sælkeraréttur með meiru. 

500-600 gr Langa
1 krukka af Pestó Sól frá Anna Marta og Lovísu
4-5 döðlur niðurskornar

1 sætkartafla, skorin í bita og soðin í um 30 mínútur
2 msk af rjómaosti

Skerið lönguna niður í hæfilega bita og saltið og piprið eftir ykkar smekk.

Setjið pestóið í skál og veltið fiskinum vel upp úr pestóinu og bætið svo ofan á það með skeið aukalega þegar það er fiskurinn er kominn í eldfast mót.

Pestóin og Döðlumaukið frá þeim tvíburasystrum Önnu Mörtu og Lovísu hjá AnnaMarta.is

Skerið niður 1 döðlu á hvert stk og bætið ofan á pestóið. Setjið inn í ofn á 180°c í um 15 mínútur eða þar til fiskurinn er tilbúinn.

Þegar búið er að sjóða sætkartöfluna takið þá vatnið af og stappið saman með 2 msk af rjómaosti og kryddið svo með Sætkartöflukryddi frá Kryddhúsinu.

Nammi nammi... í staðinn fyrir niðurskornu döðlurnar væri líka hægt að setja ofan á Döðlumaukið frá Önnu Mörtu, þá þegar búið er að baka fiskinn, hugmynd allavegana.

Sætkartöflumúsina setti ég fyrst ofan á diskinn og síðan fiskinn ofan á

Bar fram með fiskinum spínatsalat með rifnum gulrótum 2.stk og 1.msk af fetaosti

Verði ykkur að góðu, njóti vel.

Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Fiskibollur í karrísósu
Fiskibollur í karrísósu

April 15, 2024

Fiskibollur í karrísósu
Heimagerðar fiskibollur eða tilbúnar keyptar, allt eftir því hvað hentar ykkur best, ekkert rétt né rangt. Hérna var ég með lauk með, dásamlega gott kartöflusalt og rúgbrauð með smjöri, himnesk blanda.

Halda áfram að lesa

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!

April 03, 2024

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Ég bauð foreldrum mínum í mat og bauð þeim upp á fisk í orlý, franskar og Tartar sósu sem þau voru alsæl með. Þetta er svo einfalt og svo gott að eiga til að grípa í og aðeins þarf að bæta saman við vatni og krydda.

Halda áfram að lesa

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro

March 20, 2024

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ég elska að prufa nýja rétti eins og hugsanlega mörg ykkar eruð farin að kannast við og hérna lagði ég upp með að vera með Tikka Masala sósuna frá Toro og myndaði hana með en breytti svo snögglega í Balí sósuna þar sem ég taldi hana eiga betur við í þetta sinn, geri hina bara seinna.

Halda áfram að lesa