Heimagerðar fiskibollur

July 03, 2024 3 Athugasemdir

Heimagerðar fiskibollur

Heimagerðar fiskibollur!
Hérna kemur mín uppskrift af heimagerðum fiskibollum, afar einföld og einstaklega góð. Einfalt líka að gera þær líka í sinni stærð, hvort heldur að hafa þær litlar, miðlungs eða stórar.

1 kíló af þorsk/ýsu
1 laukur eða tveir eftir því hvað mikið þið viljið hafa
1 egg
Hveiti, ég notaði 2-3 dl en best er að hver og einn finni hvað hann vill hafa mikið
Salt og pipar, ég notaði um 2-3 tsk af hvoru en en best er að smakka smá af blöndunni og bæta þá bara aðeins meira af hvoru eftir eigin smekk, sumir vilja meira salt, aðrir meira af pipar.
Smjörlíki/smjör/olí, ég notaði smjörlíki 

Skerið fiskinn í bita og laukinn og setjið í hakkavél/matvinnsluvél, eftir því sem þið eigið til. Bætið við egginu og hrærið saman við (fyrir þá sem eru með eggjaofnæmi þá er bara að sleppa því) byrjið svo á að bæta 1 dl í einu af hveitinu og hrærið og bætið svo við eftir því sem ykkur finnst og saltið svo og piprið eftir ykkar smekk.



Mótið fiskibollurnar með skeið eða í höndunum og steikið á pönnu á báðum hliðum í um 10.mínútur. Þegar bollurnar eru tilbúnar, takið þær þá af pönnunni og bætið um 500 ml af vatni á pönnuna og einum kjötkrafts tening og þykkið svo með Maizenamjöli fyrir brúna sósu. Já og munið  að sjóða kartöflurnar með.



Þær bollur sem ekki eru borðaðar eru setta í poka og beint í frystinn til að njóta síðar.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




3 Svör

Gunnar Júlíusson
Gunnar Júlíusson

September 18, 2025

Ef fiskurinn er brytjaður smátt er óþarfi að hakka eða setja í mixara sama á við um laukinn. Legg til að þið prófið þetta, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Ingunn Mjöll
Ingunn Mjöll

July 19, 2024

Sæl Þórdís

Já hjá mér er það eina sem og svo safinn úr fiskinum og lauknum. Mér hefur ekki fundist þurfa meira.

Bkv.Ingunn Mjöll/Islandsmjoll

Þórdís
Þórdís

July 19, 2024

Er eggið eina íbleytið ?

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Sweet Chili fiskur!
Sweet Chili fiskur!

October 13, 2025

Sweet Chili fiskur!
Fiskréttur og fiskréttur og óteljandi útfærslur. Hérna kemur ein frá mér sem ég prufaði að gera og var svakalega góð, svo góð að henni er hér með deilt með ykkur. Hún er líka svo einstaklega einföld að allir ættu að geta orðið meistarar í matargerð sinni.

Halda áfram að lesa

Lax með blómkálsgratín!
Lax með blómkálsgratín!

July 30, 2025

Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.

Halda áfram að lesa

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa