Fiskborgari með frönskum

June 24, 2024

Fiskborgari með frönskum

Fiskborgari með frönskum
Einn af þessum sem verða til þegar maður á afganga í frystinum. Þeir eru nýttir á margvíslega vegu og hérna er ein þeirra. Já einfaldleikinn er oft góður inn á milli og hérna er ein einföld hugmynd fyrir ykkur til að nýta úr frystinum það sem þar fellur til. Þegar ég geri svona fisk í orlý þá geri ég úr heilu kílói og fer þá restin í frystinn, sjá má þá uppskrift hérna

1 hamborgarabrauð
1 stk fiskur í orlý eða fiskborgari
Salat 
1 tómatur
Agúrka
Sinnepssósa

Franskar og kokteilsósa

Fiskinn í orlý átti ég tilbúinn í frystinum og setti ég hann í Air fryerinn ásamt frönskunum, hvorutveggja frosið svo það var tilbúið á sama tíma. Stillingin sem ég notaði var stillingin fyrir franskarnar. Gott er að hita rétt aðeins brauðið, setja á það þá sósu sem þið viljið á, nokkrar agúrkusneiðar, tómatsneiðar og salat.


Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Lax með blómkálsgratín!
Lax með blómkálsgratín!

July 30, 2025

Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.

Halda áfram að lesa

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa

Fiskur í sojasósu!
Fiskur í sojasósu!

June 11, 2025

Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!

Halda áfram að lesa