Fiskborgari með frönskum

June 24, 2024

Fiskborgari með frönskum

Fiskborgari með frönskum
Einn af þessum sem verða til þegar maður á afganga í frystinum. Þeir eru nýttir á margvíslega vegu og hérna er ein þeirra. Já einfaldleikinn er oft góður inn á milli og hérna er ein einföld hugmynd fyrir ykkur til að nýta úr frystinum það sem þar fellur til. Þegar ég geri svona fisk í orlý þá geri ég úr heilu kílói og fer þá restin í frystinn, sjá má þá uppskrift hérna

1 hamborgarabrauð
1 stk fiskur í orlý eða fiskborgari
Salat 
1 tómatur
Agúrka
Sinnepssósa

Franskar og kokteilsósa

Fiskinn í orlý átti ég tilbúinn í frystinum og setti ég hann í Air fryerinn ásamt frönskunum, hvorutveggja frosið svo það var tilbúið á sama tíma. Stillingin sem ég notaði var stillingin fyrir franskarnar. Gott er að hita rétt aðeins brauðið, setja á það þá sósu sem þið viljið á, nokkrar agúrkusneiðar, tómatsneiðar og salat.


Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Sweet Chili fiskur!
Sweet Chili fiskur!

October 13, 2025

Sweet Chili fiskur!
Fiskréttur og fiskréttur og óteljandi útfærslur. Hérna kemur ein frá mér sem ég prufaði að gera og var svakalega góð, svo góð að henni er hér með deilt með ykkur. Hún er líka svo einstaklega einföld að allir ættu að geta orðið meistarar í matargerð sinni.

Halda áfram að lesa

Lax með blómkálsgratín!
Lax með blómkálsgratín!

July 30, 2025

Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.

Halda áfram að lesa

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa