Fiskborgari með frönskum
June 24, 2024
Fiskborgari með frönskumEinn af þessum sem verða til þegar maður á afganga í frystinum. Þeir eru nýttir á margvíslega vegu og hérna er ein þeirra. Já einfaldleikinn er oft góður inn á milli og hérna er ein einföld hugmynd fyrir ykkur til að nýta úr frystinum það sem þar fellur til. Þegar ég geri svona fisk í orlý þá geri ég úr heilu kílói og fer þá restin í frystinn, sjá má þá uppskrift
hérna1 hamborgarabrauð
1 stk fiskur í orlý eða fiskborgari
Salat
1 tómatur
Agúrka
Sinnepssósa
Franskar og kokteilsósa
Fiskinn í orlý átti ég tilbúinn í frystinum og setti ég hann í Air fryerinn ásamt frönskunum, hvorutveggja frosið svo það var tilbúið á sama tíma. Stillingin sem ég notaði var stillingin fyrir franskarnar. Gott er að hita rétt aðeins brauðið, setja á það þá sósu sem þið viljið á, nokkrar agúrkusneiðar, tómatsneiðar og salat.
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Fiskréttir
September 11, 2024
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.
Halda áfram að lesa
August 07, 2024
Lax í ofni með aspas!
Ég var svo heppin að fá gefins smá af gómsætum lax og ég töfraði fyrir mig úr honum nokkrar mismunandi máltíðir plús að ég gerði líka graflax. Þvílíka veislan!
Halda áfram að lesa
July 29, 2024
Fiskibollur Tikka Masala!
Já það má alveg breyta út kjúkling fyrir fiskibollur eða jafnvel einhverju öðru í sósurnar frá Toro. Hérna smellti ég í einn ljúffengan rétt með glútenlausum fiskibollum frá Fiskikónginum sem ég verslaði mér á tveir fyrir einn dögunum þeirra í febrúar á Fiskbúarmánuðinum þeirra.
Halda áfram að lesa