Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Þegar manni er gefin dásamlegur fiskur þá heldur maður veislu! Takk fyrir mig.
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktur á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði. Mæli með!

1 þorskhnakki eða fleirri ef margir eru í mat
ca. 8-10 litlir tómatar
1/2 dl svartar ólífur niðurskornar
Olía til steikingar, olífuolía
Skessujurt, þurrkuð (ef þið eigið hana ekki til þá er bara um að gera að láta hugmyndaflug sitt ráða ferðinni og krydda eftir ykkar eigin smekk) 
Skessujurt finnst víða á höfuðborgarsvæðinu og það eru ekki nema nokkur ár síðan ég kynntist henni og vissi um tilvist hennar. Núna er ég svo heppin að fá hana gefins öðru hverju frá vini og ég nota stilkana (sem ég frysti) í kjötsúpuna mína og svo þurrka ég blöðin í ofni og myl niður í krukkku fyrir veturinn.

Veltið bitunum upp úr Skessujurtinni eða öðrum kryddjurtum

Setjið olífuolíu á pönnuna og steikið á báðum hliðum í 3-5 mínútur á hvorri

Hellið svo sósunni úr krukkunni í kringum fiskinn og setjið tómatana og svörtu ólífurnar út í sósuna og látið malla í um 10 mínútur

Ég skar niður bæði rófu og kartöflur með nýja mandolíninu mínu í jafnar sneiðar og setti það saman í pott með smá af vatni og sauð, tekur um ca 10 mínútur þar sem sneiðarnar eru svo þunnar.

Ég kryddaði svo lítilega með kartöflukryddi en líka hægt að setja smá saltflögur yfir þær.

Ég útbjó svo salat með Íssalati frá Lambhaga, tómatsneiðum, rauðri papriku, agúrku og fetaost og hafði með.

Dásamlega ljúffeng máltíð




Deilið með gleði,,,,

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Lax í ofni með aspas!
Lax í ofni með aspas!

August 07, 2024

Lax í ofni með aspas!
Ég var svo heppin að fá gefins smá af gómsætum lax og ég töfraði fyrir mig úr honum nokkrar mismunandi máltíðir plús að ég gerði líka graflax. Þvílíka veislan!

Halda áfram að lesa

Fiskibollur Tikka Masala!
Fiskibollur Tikka Masala!

July 29, 2024

Fiskibollur Tikka Masala!
Já það má alveg breyta út kjúkling fyrir fiskibollur eða jafnvel einhverju öðru í sósurnar frá Toro. Hérna smellti ég í einn ljúffengan rétt með glútenlausum fiskibollum frá Fiskikónginum sem ég verslaði mér á tveir fyrir einn dögunum þeirra í febrúar á Fiskbúarmánuðinum þeirra.

Halda áfram að lesa

Grilluð bleikja!
Grilluð bleikja!

July 19, 2024

Grilluð bleikja!
Hvort heldur sem maður grillar hana á útigrilli eða í ofninum þá elska ég þegar ég fæ góða Bleikju eða Urriða og þessi er út Þingvallavatninu. Ég var með bakaða kartöflu með, ferskt salat og kalda sósu úr Grískri jógúrt.

 

Halda áfram að lesa