Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!

January 13, 2025

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!
Hvort heldur sem þú átt afgang af plokkfisk eða býrð hann til frá grunni þá er þetta skemmtileg tilbreytin frá því hefðbundna og svo er einfalt að frysta og taka svo út einn og einn, smá hugmynd frá hagsýnu húsmóðurinni.

Halda áfram að lesa

Saltfiskbollur með rúsínum!

Saltfiskbollur með rúsínum!

January 06, 2025

Saltfiskbollur með rúsínum!
Ein af þessum sem eru búnar að vera í fórum mínum í mörg ár en lét loksins verða að því að búa til. Skemmtileg og góð tilbreyting og rúsínurnar toppurinn á bragðið, svona fyrir þá sem eru fyrir rúsínur, hinir bara sleppa þeim.

Halda áfram að lesa

Saltfiskur í Kormasósu!

Saltfiskur í Kormasósu!

November 18, 2024

Saltfiskur í Kormasósu!
Indversku sósurnar frá Patak's eru með þeim bestu sem ég hef smakkað sem eru seldar í tilbúnum krukkum og hérna ákvað ég að prufa að vera með fisk sem ég átti og breyta út af vananum að vera með kjúkling

Halda áfram að lesa


Lax með kús kús

Lax með kús kús

October 21, 2024

Lax með kús kús
Góður og einfaldur réttur sem ég tel að allir geti eldað og boðið upp á.
Þarna hafði ég með kús kús en það er líka vel hægt að vera með kartöflur eða hrísgrjón.

Halda áfram að lesa

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.

Halda áfram að lesa

Lax í ofni með aspas!

Lax í ofni með aspas!

August 07, 2024

Lax í ofni með aspas!
Ég var svo heppin að fá gefins smá af gómsætum lax og ég töfraði fyrir mig úr honum nokkrar mismunandi máltíðir plús að ég gerði líka graflax. Þvílíka veislan!

Halda áfram að lesa


Fiskibollur Tikka Masala!

Fiskibollur Tikka Masala!

July 29, 2024

Fiskibollur Tikka Masala!
Já það má alveg breyta út kjúkling fyrir fiskibollur eða jafnvel einhverju öðru í sósurnar frá Toro. Hérna smellti ég í einn ljúffengan rétt með glútenlausum fiskibollum frá Fiskikónginum sem ég verslaði mér á tveir fyrir einn dögunum þeirra í febrúar á Fiskbúarmánuðinum þeirra.

Halda áfram að lesa

Grilluð bleikja!

Grilluð bleikja!

July 19, 2024

Grilluð bleikja!
Hvort heldur sem maður grillar hana á útigrilli eða í ofninum þá elska ég þegar ég fæ góða Bleikju eða Urriða og þessi er út Þingvallavatninu. Ég var með bakaða kartöflu með, ferskt salat og kalda sósu úr Grískri jógúrt.

 

Halda áfram að lesa

Heimagerðar fiskibollur

Heimagerðar fiskibollur

July 03, 2024 2 Athugasemdir

Heimagerðar fiskibollur!
Hérna kemur mín uppskrift af heimagerðum fiskibollum, afar einföld og einstaklega góð. Einfalt líka að gera þær líka í sinni stærð, hvort heldur að hafa þær litlar, miðlungs eða stórar.

Halda áfram að lesa


Grafinn lax!

Grafinn lax!

June 30, 2024

Grafinn lax!
Þvílíka snilldin þetta krydd, þetta er sælkera svo um munar og eitt það besta og einfaldasta sem ég hef notað og gert sjálf! Blandan er alveg tilbúin og er útbúin af matreiðslumeistaranum Helga B.Helgasyni sem hefur sett saman 6 tegundir af gæðakryddum en eins og er þá fást þau bara á Spáni þar sem hann er búsettur.

Halda áfram að lesa

Sítrónulax með kartöflugratín!

Sítrónulax með kartöflugratín!

June 29, 2024

Sítrónulax með kartöflugratín!
Lax sem hefur verið kryddaður deginum áður er eitthvað sem ég mun gera aftur!
Þarna hafði ég verið með nokkur stk af laxabitum sem ég hafði kryddað og eldaði svo bara eitt stk deginum áður. 

Halda áfram að lesa

Fiskborgari með frönskum

Fiskborgari með frönskum

June 24, 2024

Fiskborgari með frönskum
Einn af þessum sem verða til þegar maður á afganga í frystinum. Þeir eru nýttir á margvíslega vegu og hérna er ein þeirra. Já einfaldleikinn er oft góður,,,

Halda áfram að lesa



1 2 3 6 Next »