Súrdeigssamloka með hráskinku! Hugmynd af ljúffengri samloku og að nýta það sem til er, nú eða kaupa sérstaklega í þessa ef ykkur líst vel á hana. Ég útbjó tvær, borðaði eins strax og skellti svo hinni í Air fryerinn í hádeginu daginn eftir.
Bátasteikarloka! Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.
Lárpera (Avacado) í allsskonar Ég las einu sinni að lárperan væri einn af eftirsóttustu ávötunum í heiminum, mikil ofurfæða, fullt af góðum vítamínum, fitu og kalíum. Hún er sérstaklega mikið notuð í mexíkóskan mat og þá sérstaklega í guacamole eins og margir kannast við.
Saltfisks eggjakaka Það vantar ekki hugmyndaflugið á þessum bæ eða öllu heldur hjá mér þegar kemur að matar samsetningum og að nýta afganga. Hérna hafði ég verslað mér 1.stk af útvötnuðum saltfisk í Hafinu og borið fram soðið með smjöri.
Túnfisk tortilla Einstaklega ljúffeng og skemmtileg tilbreyting að nota túnfisk í staðinn fyrir þetta hefðbundna eins og kjúkling og nautahakk. Núna er bara að prufa sig áfram í fleirri útfærslum. En ég mæli virkilega með þessari, hún var mjög góð.
Tortillur með risarækjum Æðislegur réttur, hvort heldur sem forréttur, smáréttur, aðalréttur eða partur af veisluborðinu. Ég var með hann að þessu sinni sem aðalrétt og naut vel.
Heimagerð kotasæla Sólveiga kom til mín og sýndi mér og kenndi hvernig gera á heimagerða kotasælu. Virkilega gaman og töluvert einfaldara að gera en að ég hélt.
Partý/veislu/sælkera bakkar Hérna má sjá smá sýnishorn af allavega partý/veislu/sælkera bökkum og hvernig hægt er að bera fram og setja saman allt það sem hugurinn óskar.
Tartalettu uppskriftir Hérna er samansafn af ljúffengum tartalettu uppskriftum sem ég fékk sendar til að deila með ykkur. Hérna ættu allir að finna eitthvað sér við hæfi. Mér líst vel á þær allar og mun prufa þær eina af annarri.
Eggjakaka með beikon pylsum ofl Margir hverjir nýta það sem til er í ísskápnum til að útbúa eggjaköku (omelettu) og það geri ég svo sannarlega líka en stundum kaupi ég þó kannski einhvern grunn eins og í þetta sinn þá var hann pakki af Beikon pylsum.
Fyllt kryddbrauð með kjötbollum Þessa uppskrift sá ég á erlendri síðu og útfærði á minn hátt en mér fannst hún verulega áhugaverð, skemmtileg tilbreyting og snilld á veisluborðið og eitthvað