Beikonloka!
Heimagerðar langlokur eru alltaf svo góðar og við getum svo leikið okkur að innihaldinu og hérna er ég með beikon, egg, maiz, salat og pítusósu.
Sveppa Risotto!
Ég keypti þetta Risotto í Costco því mér fannst það spennandi til að prufa og bera fram með Argentísku tempura-risarækjunum. Virkilega gott hvorutveggja.
Steikarloka!
Þegar maður á afganga af nautakjöti þá nýti ég þá upp til agna, svona eins og hægt er og hérna skellti ég í eina sjúklega góða steikarloku!
Enchilada með risarækjum!
Ég elska svona Enchilada og hef útbúið þær nokkrar útfærslurnar, þar á meðal með kjúkling og nautahakki en núna er komið að risarækjunum. Pakkana hef ég keypt annarsvegar í Hagkaup, Krónunni og í Costco þegar það hefur fengist.
Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.
Avókadóbrauð!
Fullkomið avókadóbrauð með steiktu eggi og kirsuberjatómötum er frábært að fá sér í hádeginu og einstaklega gott, 1-2 á mann.
Hrogn á rúgbrauði!
Þegar ég er með hrogn í matinn, sem er farið að vera núna árlega hjá mér þá er oftar en ekki afgangur og þá er nú gaman að gera eitthvað skemmtilegt úr restinni. Ég hef gert þetta áður og sett á snittubrauð, sjá hérna.