Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
March 20, 2024
Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá ToroÉg elska að prufa nýja rétti eins og hugsanlega mörg ykkar eruð farin að kannast við og hérna lagði ég upp með að vera með Tikka Masala sósuna frá Toro og myndaði hana með en breytti svo snögglega í Balí sósuna þar sem ég taldi hana eiga betur við í þetta sinn, geri hina bara seinna.
500-600 gr Langa
1 pk af Bali sósu frá Toro eða Tikka Masala
1 peli af kókosrjóma, sjá mynd
1/2 rauð paprika, sneidd
10 tómatar litlir
2.stk
Skarlottlaukur, niðurskorin
Mosarellaostur
Hitið sósuna upp í potti samkvæmt leiðbeiningum, ég notaði þarna Kókosrjómann.
Raðið fiskinum jafnt í eldfast mót ásamt paprikunni, tómötunum og lauknum
Hellið svo Bali sósunni yfir
Stráið svo mosarella ostinum jafnt yfir og setjið inn í ofn á 180°c í um 20-25 mínútur.
Með þessu bar ég fram hýðishrísgrjón 1.dl á móti 2-3 dl af vatni og sauð í alveg 30 mínútur, þau þurfa aðeins lengri suðu en þessi venjulegu.
Ég skreytti réttinn svo með vatnakarfa frá Lambhaga, gefur smá lit.
Verði ykkur að góðu.
Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll
Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Fiskréttir
September 11, 2024
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.
Halda áfram að lesa
August 07, 2024
Lax í ofni með aspas!
Ég var svo heppin að fá gefins smá af gómsætum lax og ég töfraði fyrir mig úr honum nokkrar mismunandi máltíðir plús að ég gerði líka graflax. Þvílíka veislan!
Halda áfram að lesa
July 29, 2024
Fiskibollur Tikka Masala!
Já það má alveg breyta út kjúkling fyrir fiskibollur eða jafnvel einhverju öðru í sósurnar frá Toro. Hérna smellti ég í einn ljúffengan rétt með glútenlausum fiskibollum frá Fiskikónginum sem ég verslaði mér á tveir fyrir einn dögunum þeirra í febrúar á Fiskbúarmánuðinum þeirra.
Halda áfram að lesa