Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro

March 20, 2024

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ég elska að prufa nýja rétti eins og hugsanlega mörg ykkar eruð farin að kannast við og hérna lagði ég upp með að vera með Tikka Masala sósuna frá Toro og myndaði hana með en breytti svo snögglega í Balí sósuna þar sem ég taldi hana eiga betur við í þetta sinn, geri hina bara seinna.

500-600 gr Langa
1 pk af Bali sósu frá Toro eða Tikka Masala
1 peli af kókosrjóma, sjá mynd
1/2 rauð paprika, sneidd
10 tómatar litlir
2.stk Skarlottlaukur, niðurskorin
Mosarellaostur

Hitið sósuna upp í potti samkvæmt leiðbeiningum, ég notaði þarna Kókosrjómann.

Raðið fiskinum jafnt í eldfast mót ásamt paprikunni, tómötunum og lauknum

Hellið svo Bali sósunni yfir 

Stráið svo mosarella ostinum jafnt yfir og setjið inn í ofn á 180°c í um 20-25 mínútur.

Með þessu bar ég fram hýðishrísgrjón 1.dl á móti 2-3 dl af vatni og sauð í alveg 30 mínútur, þau þurfa aðeins lengri suðu en þessi venjulegu.

Ég skreytti réttinn svo með vatnakarfa frá Lambhaga, gefur smá lit.

Verði ykkur að góðu.

Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll

Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Pönnusteikt bleikja!
Pönnusteikt bleikja!

February 10, 2025 2 Athugasemdir

Pönnusteikt bleikja!
Ég verslaði mér eitt ljúffengt stk af bleikju frá Svenna í Fiskbúð Fúsa. Ég kryddaði það með dásamlega góða og ferska Fisk kryddinu frá Mabrúka deginum áður og steikti svo á pönnu. Með því bar ég fram ferskt salat og Sætkartöflusalat líka, svakalega gott allt saman. 

Halda áfram að lesa

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Steikt rauðspretta með sítrónukeim!

February 10, 2025

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Rauðspretta er ein af mínum uppáhalds og ég er farin að kaupa hana reglulega og elda mér og þar sem ég hef svo gaman af því að prufa nýjar aðferðir eða krydd þá er ég hérna með Sítrónupipar frá Mabrúka sem var einstaklega ferskt og gott. Með þessu bar ég fram sætkartöflu salat sem var æðislega gott með.

Halda áfram að lesa

Túnfisksteik með bearnise!
Túnfisksteik með bearnise!

January 24, 2025

Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun.

Halda áfram að lesa