Fiskibollur í karrísósu

April 15, 2024

Fiskibollur í karrísósu

Fiskibollur í karrísósu
Heimagerðar fiskibollur eða tilbúnar keyptar, allt eftir því hvað hentar ykkur best, ekkert rétt né rangt. Hérna var ég með lauk með, dásamlega gott kartöflusalt og rúgbrauð með smjöri, himnesk blanda.

5-6 fiskibollur stórar
2 pk af Karrísósu frá Toro
1 tsk af karríkryddi
2 dl af mjólk
2 dl af vatni

Setjið vatn og mjólk í pott og kveikið undir. Bætið fljótlega saman innihaldinu úr tvemur pökkum af Karrísósunni og hitið á vægum hita þar til þið sjáið að sósan byrjar að þykkna.

Skerið fiskibollurnar niður í ca 6 bita og bætið út í sósuna ásamt 1/2 niðurskornum lauk og látið malla í um 10 mínútur eða þar til allt er orðið heitt í gegn.

Berið fram með dásamlegu kartöflusalati, nú eða nýjum kartöflum og glænýju rúgbrauði með smjöri.




Uppskriftina af kartöflusalatinu má sjá hérna.

Dásamlegt ef deilt er áfram, hjartans þakkir fyrir það.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!
Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!

January 13, 2025

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!
Hvort heldur sem þú átt afgang af plokkfisk eða býrð hann til frá grunni þá er þetta skemmtileg tilbreytin frá því hefðbundna og svo er einfalt að frysta og taka svo út einn og einn, smá hugmynd frá hagsýnu húsmóðurinni.

Halda áfram að lesa

Saltfiskbollur með rúsínum!
Saltfiskbollur með rúsínum!

January 06, 2025

Saltfiskbollur með rúsínum!
Ein af þessum sem eru búnar að vera í fórum mínum í mörg ár en lét loksins verða að því að búa til. Skemmtileg og góð tilbreyting og rúsínurnar toppurinn á bragðið, svona fyrir þá sem eru fyrir rúsínur, hinir bara sleppa þeim.

Halda áfram að lesa

Saltfiskur í Kormasósu!
Saltfiskur í Kormasósu!

November 18, 2024

Saltfiskur í Kormasósu!
Indversku sósurnar frá Patak's eru með þeim bestu sem ég hef smakkað sem eru seldar í tilbúnum krukkum og hérna ákvað ég að prufa að vera með fisk sem ég átti og breyta út af vananum að vera með kjúkling

Halda áfram að lesa