Fiskibollur í karrísósu

April 15, 2024

Fiskibollur í karrísósu

Fiskibollur í karrísósu
Heimagerðar fiskibollur eða tilbúnar keyptar, allt eftir því hvað hentar ykkur best, ekkert rétt né rangt. Hérna var ég með lauk með, dásamlega gott kartöflusalt og rúgbrauð með smjöri, himnesk blanda.

5-6 fiskibollur stórar
2 pk af Karrísósu frá Toro
1 tsk af karríkryddi
2 dl af mjólk
2 dl af vatni

Setjið vatn og mjólk í pott og kveikið undir. Bætið fljótlega saman innihaldinu úr tvemur pökkum af Karrísósunni og hitið á vægum hita þar til þið sjáið að sósan byrjar að þykkna.

Skerið fiskibollurnar niður í ca 6 bita og bætið út í sósuna ásamt 1/2 niðurskornum lauk og látið malla í um 10 mínútur eða þar til allt er orðið heitt í gegn.

Berið fram með dásamlegu kartöflusalati, nú eða nýjum kartöflum og glænýju rúgbrauði með smjöri.




Uppskriftina af kartöflusalatinu má sjá hérna.

Dásamlegt ef deilt er áfram, hjartans þakkir fyrir það.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa

Fiskur í sojasósu!
Fiskur í sojasósu!

June 11, 2025

Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!

Halda áfram að lesa

Lax í ofni fyrir einn!
Lax í ofni fyrir einn!

June 06, 2025

Lax í ofni fyrir einn!
Þar sem ég er nú ein í heimili þá er oftar en ekki eldað fyrir einn, þó svo að ég sé dugleg að elda stærri einingar og frysta þá á það ekki við allan mat hjá mér. Ég fylgist með tilboðum og slæ til þegar koma fín tilboð á lax og fleirra góðgæti sem annars væri í dýrara kantinum, þar kemur hagsýna húsmóðirinn sterk inn.

Halda áfram að lesa