August 07, 2024
Lax í ofni með aspas!
Ég var svo heppin að fá gefins smá af gómsætum lax og ég töfraði fyrir mig úr honum nokkrar mismunandi máltíðir plús að ég gerði líka graflax. Þvílíka veislan!
Laxastykki fyrir einn (bætið bara við fleirrum ef það eru fleirri) Bætið við grænum aspas. Kryddið laxinn, hellið olíu yfir aspasinn og stráið grófum saltflögum yfir.
Hérna má sjá kryddið sem ég notaði. Setjið laxinn og aspas inn í ofn á 180°c í um 15-20 mínútur. Sjóðið nokkrar kartöflur eða takið til annað meðlæti.
Ég bjó til æðislega kalda sósu með 4 msk af Grískri jógúrt og 2 tsk af Birkisírópi og hrærið saman og kældi lítilega.
Skar svo niður smá af graslauk og setti útí sósuna
Ég skar síðan kartöflurnar í báta og setti með í eldfasta mótið, hellti smá olíu á og saltflögum.
Og svo naut ég matarins í botn...
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
February 10, 2025
Pönnusteikt bleikja!
Ég verslaði mér eitt ljúffengt stk af bleikju frá Svenna í Fiskbúð Fúsa. Ég kryddaði það með dásamlega góða og ferska Fisk kryddinu frá Mabrúka deginum áður og steikti svo á pönnu. Með því bar ég fram ferskt salat og Sætkartöflusalat líka, svakalega gott allt saman.
February 10, 2025
Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Rauðspretta er ein af mínum uppáhalds og ég er farin að kaupa hana reglulega og elda mér og þar sem ég hef svo gaman af því að prufa nýjar aðferðir eða krydd þá er ég hérna með Sítrónupipar frá Mabrúka sem var einstaklega ferskt og gott. Með þessu bar ég fram sætkartöflu salat sem var æðislega gott með.
January 24, 2025
Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun.