Kristín S.Jónsdóttir

Kristín Sigurrós Jónsdóttir er fædd þann 22.október 1936 og uppalin í Hafnarfirði, útskrifaðist frá Flensborgarskóla 1953.

Kristín byrjaði að læra að mála ca árið 1974,
fyrst í Myndlistaskóla Reykjavíkur og síðan módelteikningu hjá Hring í Ásmundasafni og olíumálun í 3-4 ár á kvöldnámskeiðum.
Síðan lá leið hennar í Myndalistaskólann í Kópavogi þar sem hún tók nokkur námskeið í vatnslitamálun.
Á síðari árum hefur hún svo málað með eldri borgurum í Kópavogi og er enn að.