Saltfiskur, steiktur á pönnu!

January 15, 2026

Saltfiskur, steiktur á pönnu!

Saltfiskur, steiktur á pönnu!
Hérna er ein afar einföld fyrir einsetufólk eins og mig. Ég hafði reyndar fengið gefins tvær kanarískar sósur sem margir kannast nú við, 1 rauða Mojo Rojo og 1 græna Mojo Verde sem ég notaði bæði með fiskinum og ofan á kartöflurnar sem ég eldaði á spænska vísu.

Með þessu bar ég fram ljúffengt ferskt salat.



1 stk af saltfisk eða 2
Krydd, ég notaði Sítrónupipar frá By Artos

Steikið fiskinn á pönnu upp úr smjöri/smjörlíki/olíu og kryddið á báðum hliðum, Tekur um ca 5-7 mínútur.

Kartöflur, soðnar. Ca.18 mínútur fyrir meðalstórar kartöflur.
Vatnið tekið af og kartöflurnar settar aftur í pottinn og á hita með grófu salti og látið þorna eilítið.


Salat:
Lambhaga salat 
Paprika
Tómatur
Agúrka

Allt skorið niður, blandað saman og svo elska ég Hunangs sinnepssósunu sem sjá má á myndinni en hana kaupi ég í Krónunni.

Nú er bara að verða sér út um svona sósur í næstu spánarferð eða hreinlega að nota aðra sósu enda mikið úrval til af allsskonar sósum, alltaf gott að hafa val.

Fann á veraldarvefnum uppskriftir af bæði rauðu og grænu sósunum og læt þær fylgja hérna með.

Uppskrift að Mojo-sósu

Rauður Mojo-sósa (Mojo Rojo)
1 brauðsneið rifin í smátt
1 tsk malað kúmen
2 stórar rauðar paprikur, saxaðar
2 tsk sjávarsalt
2 msk rauðvínsedik
4 litlir chilipipar, saxaðir
6 hvítlauksrif, saxuð

Grænn Mojo-sósa (Mojo Verde)
1/2 bolli ferskt saxað kóríander eða steinselja
1 tsk malað kúmen
1 brauðsneið rifin í smátt
2 stórar grænar paprikur, saxaðar
2 tsk sjávarsalt
2 msk rauðvínsedik
4 hvítlauksrif, söxuð
4 msk ólífuolía

Blandið öllum innihaldsefnum saman þar til slétt. Hellið mojo-sósunni í krukku og geymið hana í ísskáp. Heimagerður mojo helst ferskur í allt að tvo mánuði.

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Sweet Chili fiskur!
Sweet Chili fiskur!

October 13, 2025

Sweet Chili fiskur!
Fiskréttur og fiskréttur og óteljandi útfærslur. Hérna kemur ein frá mér sem ég prufaði að gera og var svakalega góð, svo góð að henni er hér með deilt með ykkur. Hún er líka svo einstaklega einföld að allir ættu að geta orðið meistarar í matargerð sinni.

Halda áfram að lesa

Lax með blómkálsgratín!
Lax með blómkálsgratín!

July 30, 2025

Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.

Halda áfram að lesa

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa