Saltfiskur í Kormasósu!

November 18, 2024

Saltfiskur í Kormasósu!

Saltfiskur í Kormasósu!
Indversku sósurnar frá Patak's eru með þeim bestu sem ég hef smakkað sem eru seldar í tilbúnum krukkum og hérna ákvað ég að prufa að vera með fisk sem ég átti og breyta út af vananum að vera með kjúkling, kom svona líka ljómandi vel út og restina setti ég svo í vefjur til að eiga í frystinum, hagsýna húsmóðirin.

1 flak af saltfisk eða þorsk, skorið í bita
1 krukka af Patak's Korma sósu
2 skalottlauka
1 dós af maiz
1 pk af hrísgrjónum, soðin
6-8 kartöflur, soðnar, skornar í sneiðar



Setjið sósuna í pott og bætið saman við restina í krukkunni smávegis af mjólk eða vatni og hrisstið saman og setjið saman við. Bætið þá saman við maiz og skalottlauk og látið malla í um 10 mínútur.

Sjóðið hrísgrjónin og kartöflurnar (það má alveg sleppa kartöflunum en mér finnst þær bara svo góðar) Bætið grjónum og kartöflum saman við blönduna. Kryddið fiskinn lítilega með fisk kryddi eða Sítrónupipar.

Hellið blöndunni í eldfast mót og raðið svo fiskinum í sósuna jafnt. Bætið ofan á rifnum osti og setjið inn í ofn á 180°c í um 15-20 mínútur. 



Berið fram með fersku salati.

Afganginn má nýta í vefjur og setja í frystinn, svona ef aðeins 1 er í mat.
Alltaf gott að vera hagsýn/n og eiga eitthvað gott í frysti þegar maður vill hvíla eldamennskuna.

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Saltfiskbollur með rúsínum!
Saltfiskbollur með rúsínum!

January 06, 2025

Saltfiskbollur með rúsínum!
Ein af þessum sem eru búnar að vera í fórum mínum í mörg ár en lét loksins verða að því að búa til. Skemmtileg og góð tilbreyting og rúsínurnar toppurinn á bragðið, svona fyrir þá sem eru fyrir rúsínur, hinir bara sleppa þeim.

Halda áfram að lesa

Lax með kús kús
Lax með kús kús

October 21, 2024

Lax með kús kús
Góður og einfaldur réttur sem ég tel að allir geti eldað og boðið upp á.
Þarna hafði ég með kús kús en það er líka vel hægt að vera með kartöflur eða hrísgrjón.

Halda áfram að lesa

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.

Halda áfram að lesa