Lax með blómkálsgratín!

July 30, 2025

Lax með blómkálsgratín!

Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.

1 laxastykki (á mann)
Blómkál
Gulrætur
Rjómi
Salt og pipar
Sítrónupipar

Kryddið laxinn með sítrónupipar. Ég er farin að krydda hann oft deginum áður því það verða hreinlega einhverjir bragðlauka töfrar. Setjið laxastykkið í miðjun á eldföstu formi og raðið blómkálinu og gulrótunum í kringum hann. Hellið eins og 1 pela af rjóma/matreiðslurjóma og kryddið rjómann með salt og pipar úr hvörn.







Setjið fiskinn inn í ofn á 180°c í um 25-30 mínútur

Á meðan fiskurinn er í ofninum þá er gott að útbúa salatið á meðan.

Salatblanda frá Lambhaga
Tómatar
Gúrka

Bæta má við meiru í salatið því sem þið viljið aukalega, eins og papriku og rauðlauk.






Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa

Fiskur í sojasósu!
Fiskur í sojasósu!

June 11, 2025

Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!

Halda áfram að lesa

Lax í ofni fyrir einn!
Lax í ofni fyrir einn!

June 06, 2025

Lax í ofni fyrir einn!
Þar sem ég er nú ein í heimili þá er oftar en ekki eldað fyrir einn, þó svo að ég sé dugleg að elda stærri einingar og frysta þá á það ekki við allan mat hjá mér. Ég fylgist með tilboðum og slæ til þegar koma fín tilboð á lax og fleirra góðgæti sem annars væri í dýrara kantinum, þar kemur hagsýna húsmóðirinn sterk inn.

Halda áfram að lesa