January 06, 2025
Saltfiskbollur með rúsínum!
Ein af þessum sem eru búnar að vera í fórum mínum í mörg ár en lét loksins verða að því að búa til. Skemmtileg og góð tilbreyting og rúsínurnar toppurinn á bragðið, svona fyrir þá sem eru fyrir rúsínur, hinir bara sleppa þeim.
4-5 persónur
Saltfiskur 1/2 kg
30 g smjör
30 g hveiti
2 dl mjólk
2 stk egg
1/2 dl rúsínur
Ný malaður pipar 1/4 tsk
2 msk olía og smjör ) samtals 4 msk.
1. Takið góðan pott til suðu á fiski.
Snyrtið saltfiskinnog sjóðið í ca 10 mínútur.
Roðflettið og skiljið sundur með gaffli.
2. Smjör brætt í pott, hrærið hveiti út í, þynnið með mjólkinni og búið til uppbakaðan jafning. Kælið.
3. Setjið jafninginn í hrærivél, hrærið eggjarauðurnar í, bætið pipar í, hrærið síðan saltfiskinum saman við.
Reynið að láta þetta janfnast sem best saman.
Blandið síðan stífþeittum hvítunum og rúsínunum út í.
4. Hitið olíu og smjör á pönnu, búið til bollur eða lummur úr deginu og steikið í feitinni. Meðlæti:
Soðnar kartöflur og tómatsneiðar með kliptum graslauk og kryddsmjör. Hreint afbragð.
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
January 13, 2025
November 18, 2024
October 21, 2024