Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!

January 13, 2025

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!
Hvort heldur sem þú átt afgang af plokkfisk eða býrð hann til frá grunni þá er þetta skemmtileg tilbreytin frá því hefðbundna og svo er einfalt að frysta og taka svo út einn og einn, smá hugmynd frá hagsýnu húsmóðurinni.

1.pk af smjördeigi (fæst frosið í Bónus, 5.stk í pakkanum)
Sætt sinnep
Rifinn ostur
Plokkfisks afgangur eða búa til nýjan, sjá uppskrift hér neðar
Salt og pipar úr kvörn
Olía til að pennsla með

Látið smjördegið þiðna á borði

Fleðjið hvert stk út fyrir sig svo að passi vel fyrir plokkfiskinn og til að loka á eftir. Setjið rifinn ost á botninn...

Svo plokkfisk, meiri ost og salt og pipar...

Lokið  utan um plokkfiskinn...

Og pennslið ofan á með smá olíu...

Setið inn í ofn fyrir miðju og bakið á 180°c í um 25.mínútur en fylgist engu að síður með, bakið þar til gyllt og fallegt...

Skeytið að vild...



Og berið fram með Sinnepssósu, ég keypti þessa í Krónunni en þið hafið svo bara þá sósu sem þið viljið, einhver myndi kannski bara vilja tómatsósu með.

500-700 gr soðinn fiskur
500 gr soðnar kartöflur
100 gr smáttskorinn laukur eða 1 laukur
100 gr smjör/smjörlíki
100 gr hveiti
5 dl mjólk 
salt og pipar

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Sweet Chili fiskur!
Sweet Chili fiskur!

October 13, 2025

Sweet Chili fiskur!
Fiskréttur og fiskréttur og óteljandi útfærslur. Hérna kemur ein frá mér sem ég prufaði að gera og var svakalega góð, svo góð að henni er hér með deilt með ykkur. Hún er líka svo einstaklega einföld að allir ættu að geta orðið meistarar í matargerð sinni.

Halda áfram að lesa

Lax með blómkálsgratín!
Lax með blómkálsgratín!

July 30, 2025

Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.

Halda áfram að lesa

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa