February 10, 2025 2 Athugasemdir
Pönnusteikt bleikja!
Ég verslaði mér eitt ljúffengt stk af bleikju frá Svenna í Fiskbúð Fúsa. Ég kryddaði það með dásamlega góða og ferska Fisk kryddinu frá Mabrúka deginum áður og steikti svo á pönnu. Með því bar ég fram ferskt salat og Sætkartöflusalat líka, svakalega gott allt saman.
1 stk af Bleikju
Fisk krydd frá Mabrúka, best að krydda deginum áður ef hægt er
Smjör/smjörlíki eða olíu, ykkar val
Ferskt salat:
Romaine salat eða annað
4-5 kirsjuberjatómata
1/4 agúrka
1/4 paprika
1/4 rauðlaukur
Fetaostur
Þvoið salatið og allt grænmetið. Skerið það niður að ykkar smekk. Blandið því vel saman og hafið fetaostinn til hliðar fyrir þá sem vilja hann ofan á. Það gefur salatinu líka lengri líftíma fersku ef geymt er áfram fram á næsta dag.
Sætkartöflusalat uppskriftina má svo finna hérna
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
April 03, 2025
Sæl,hvar fæst Svövu sinnep,einnig Marbrúka..Takk fyrir
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 18, 2025
Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.
June 11, 2025
Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!
June 06, 2025
Lax í ofni fyrir einn!
Þar sem ég er nú ein í heimili þá er oftar en ekki eldað fyrir einn, þó svo að ég sé dugleg að elda stærri einingar og frysta þá á það ekki við allan mat hjá mér. Ég fylgist með tilboðum og slæ til þegar koma fín tilboð á lax og fleirra góðgæti sem annars væri í dýrara kantinum, þar kemur hagsýna húsmóðirinn sterk inn.
Ingunn Mjöll
April 03, 2025
Sæl Lóa og takk fyrir fyrirspurnina.
Hérna neðst í greininni um Svövu sinnepið má sjá hvaða búðir selja það og einnig hægt að lesa sér til um hana Svövu.
https://islandsmjoll.is/blogs/news/sinnep-svovu
Heimasíða Mabrúka má svo finna hérna og þar á forsíðunni eru gefnar upp þær verslanir sem selja kryddin.
https://mabruka.is/
Mínar bestu kveðjur
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll.is