Túnfisksteik með bearnise!

January 24, 2025

Túnfisksteik með bearnise!

Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun í Spönginni ásamt aspas og fylltum Portobello svepp og sjálf gerði ég svo kartöflugratín með smá tvisti og bearnissósu frá Toro með rækjum. Túnfisk steikina kryddaði ég með fisk kryddinu frá Mabrúka.

Allt þetta saman kitlaði heldur betur bragðlaukana.


Heimagrafinn lax í forrétt, sjá hérna

1 túnfisksteik á mann

Fiskkrydd frá Marbrúka


Setjið smjör eða olíu á pönnu og setjið steikina á og kryddið með fiskblöndunni frá Marbrúka eða öðru eftir ykkar eigin smekk, ég notaði Mabrúka kryddið og var mjög ánægð með það, einstaklega ferskt og gott. 

Athugið að steikja ekki lengur en 1.mínútu á hvorri hlið því steikin heldur áfram að eldast eftir að hún er tekin af pönnunni og við viljum ekki að hún endi sem góð í túnfisk salatið (en ef, þá yrði það dýrindis túnfisk salat).

Snúa við, krydda og taka af eftir eina mínútu. Látið hana ekki plata ykkur þótt þið sjáið steikina svona á myndinni, því hún heldur áfram að steikjast, munið.

Ath. verið búin að útbúa kartöflugratínið og hafa það nærri tilbúið ásamt aspas og svepp og sósunni áður en þið steikið steikina því hún þarf eingöngu 2-3 mínútur.

Með að þessu sinni ákvað ég að vera með Toro bearnes sósu með smá tvisti og bætti út í sósuna eins og 1 dl af rækjum og ef þið viljið toppa hana extra þá bætið þið út í hana 1 eggjarauðu áður en þið setjið rækjurnar út í sósuna. Að öðru leiti þá er farið eftir því sem stendur á pakkanum.

Kartöflugratín með tvisti eins og ávallt þegar ég er að prufa mig áfram í uppskriftum, þessi heppnaðist einstaklega vel.
Kartöflugratín með tvisti eins og ávallt þegar ég er að prufa mig áfram í uppskriftum, þessi heppnaðist einstaklega vel.

8-10 kartöflur meðalstærð
1 laukur venjulegur, notið það sem ykkur finnst passa
4-5 msk af Rjómaosti með graslauk og lauk
1-2 msk af Kapers
Salt og pipar úr kvörn
250-300 ml af matreiðslurjóma/rjóma
Rifinn ost

Skerið kartöflurnar í sneiðar, ég sker þær ávallt með híðinu ef það lítur vel út enda er það hollasta við kartöfluna. Skerið laukinn í sneiðar. Raðið kartöflunum í eldfast mót og saltið og piprið, síðan lauknum og svo koll af kolli, 2-3 raðir og munið að salt og pipra alltaf á milli. Bætið svo ofan á rjómaostinum og hellið svo rjómanum yfir í lokinn. Ég kryddaði  rjómann með 1.msk af Grænmetis paradís frá Kryddhúsinu sem ég fékk að gjöf.

Setjið inn í ofn á 180°c í um 25-30 mínútur og setjið rifinn ost yfir síðustu mínúturinar, svona svo að hann brenni ekki og hafið hann inni þar til hann er bráðinn.

Ath að uppskriftin passar fyrir tvo, ef það eru fleirri, þá er bara að stækka hana.


Ljúffengt er að fá sér eins og 1 glas af góðu vínglasi en því má að sjálfsögðu sleppa.








Ef steikinn verður meira matreidd en þetta þá verður hún þurr og ofelduð, þessi var alveg himnesk. Takk fyrir mig.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa

Fiskur í sojasósu!
Fiskur í sojasósu!

June 11, 2025

Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!

Halda áfram að lesa

Lax í ofni fyrir einn!
Lax í ofni fyrir einn!

June 06, 2025

Lax í ofni fyrir einn!
Þar sem ég er nú ein í heimili þá er oftar en ekki eldað fyrir einn, þó svo að ég sé dugleg að elda stærri einingar og frysta þá á það ekki við allan mat hjá mér. Ég fylgist með tilboðum og slæ til þegar koma fín tilboð á lax og fleirra góðgæti sem annars væri í dýrara kantinum, þar kemur hagsýna húsmóðirinn sterk inn.

Halda áfram að lesa