October 13, 2025
Sweet Chili fiskur!
Fiskréttur og fiskréttur og óteljandi útfærslur. Hérna kemur ein frá mér sem ég prufaði að gera og var svakalega góð, svo góð að henni er hér með deilt með ykkur. Hún er líka svo einstaklega einföld að allir ættu að geta orðið meistarar í matargerð sinni.
Hérna er á ferðinni matur fyrir 1 (það er einfalt að bæta við fisk fyrir fleirri)
Sweet Chili sósuna keypti ég í Filipino Store Iceland í Langarima 21-23 í Grafarvoginum.
Marenerið fiskinn í nokkra klukkutíma upp úr sósunni
Veltið fisknum fyrst upp úr hveit og svo upp úr sósunni og skellið beint á pönnu sem búið er að bræða á smjörlíki/smjöri/olíu og steikið létt á báðum hliðum. Kryddið aukalega eftir smekk með salt og pipar eða sítrónupipar ef þið viljið.
Ég var með hrísgrjón með, 1 poki, soðin. Takið þau úr pokanum og setjið þau aftur í pottinn og bætið saman við 1 eggi og kryddið lítilega með salti
Ég keypti mér fyrir einhverju síðan svona stóra skeið til að móta kúlur fyrir hrísgrjónin og ég verð bara að segja að mér finnsta það gera þau einstaklega falleg þannig á disk.
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 30, 2025
Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.
June 18, 2025
Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.
June 11, 2025
Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!