Lax í ofni fyrir einn!

June 06, 2025

Lax í ofni fyrir einn!

Lax í ofni fyrir einn!
Þar sem ég er nú ein í heimili þá er oftar en ekki eldað fyrir einn, þó svo að ég sé dugleg að elda stærri einingar og frysta þá á það ekki við allan mat hjá mér. Ég fylgist með tilboðum og slæ til þegar koma fín tilboð á lax og fleirra góðgæti sem annars væri í dýrara kantinum, þar kemur hagsýna húsmóðirinn sterk inn.


Hérna er ég með 1 stk af lax sem ég bar fram með kartöflu/brokkolí gratín og maiz.

1.stk lax
6 meðalstórar kartöflur, sneiddar
200 gr ca af brokkolí
1 skalottlaukur, sneiddur
Sítrónupipar
Rifinn ostur
250 ml af matreiðslurjóma
Salt og pipar

Kryddið laxinn vel með sítrónupiparnum. Mjög gott er að gera það vel áður, jafnvel degi fyrr ef hægt er en þá sýgur hann vel í sig kryddið. Ég notaði sítrónupiparinn frá By Artos sem er fáanlegur hérna.

Setið laxinn í eldfast mót og raðið kartöflunum, brokkolí og lauk í kringum og saltið og piprið á milli.

Hellið því næst rjómanum yfir kartöflurnar og bætið við kryddi eftir ykkar smekk í rjóman, ég setti í bland salt, pipar og sítrónupiparinn.

Setið inn í ofn á 180°c í um 30-40 mínútur. 


Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Sweet Chili fiskur!
Sweet Chili fiskur!

October 13, 2025

Sweet Chili fiskur!
Fiskréttur og fiskréttur og óteljandi útfærslur. Hérna kemur ein frá mér sem ég prufaði að gera og var svakalega góð, svo góð að henni er hér með deilt með ykkur. Hún er líka svo einstaklega einföld að allir ættu að geta orðið meistarar í matargerð sinni.

Halda áfram að lesa

Lax með blómkálsgratín!
Lax með blómkálsgratín!

July 30, 2025

Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.

Halda áfram að lesa

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa