Spínat-pestó

June 27, 2024

Spínat-pestó

Spínat-pestó
Ein af þessum einstaklega einföldu og góðu uppskriftum sem maður vill oft mikla fyrir sér. Hentar vel á brauð, á fisk, í pastað ofl sem hugurinn girnist.

4 góðar lúkur af fersku spínati
100 gr ristaðar furuhnetur
50 gr rifinn parmesan ostur
1 hvítlauksrif pressað
1 msk sítrónusafi
2 dl ólífuolía
Salt og pipar

Setjið allt nema ólífuolíuna í matvinnsluvél eða blandara og hrærið saman eða smellið í þennan snilldarinnar Supersonic skera frá Tuppewere ef þið eigið hann til. Hann er snilld að mínu mati.

Hellið olíunni hægt saman við og smakkið til með salti og pipar.

Berið fram í fallegri skál og skreytið með furuhnetum. 

Geymist í lokuðu íláti í ísskáp í 4-6 daga.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Sósur

Toro bearnaise sósa með rækjum!
Toro bearnaise sósa með rækjum!

January 24, 2025

Toro bearnaise sósa með rækjum!
Oftar en ekki kýs ég einfaldleikann en þó alltaf með einhverju tvisti eftir mínum hætti en ég lít á tilbúna sósugrunna sem kryddið í hvaða sósu sem er og þar er af mörgum að velja. Hérna bæti ég saman við rækjum og eggjarauðu og úr verður æðisleg sósa.

Halda áfram að lesa

Uppstúfur - Hvít sósa
Uppstúfur - Hvít sósa

November 21, 2024

Uppstúfur - Hvít sósa
Þessi hentar ljómandi vel með hangikjötinu og í tartelettur sem góður grunnur og er einfaldara að gera en margur heldur. 

Halda áfram að lesa

Grænt pestó heimagert
Grænt pestó heimagert

April 26, 2024

Grænt pestó heimagert
Dásamlega gott að búa til sitt eigið Pestó ef maður er í stuði og langar í það alveg ferskt og gott. Gott ofan á brauð, á fiskrétti og á pastað.

Halda áfram að lesa