April 07, 2023
Aioli
Er er eitt af því besta sem ég man eftir frá Ibíza þegar maður var ungur ofan á brauð. Þetta fylgdi alltaf með brauði á hverjum matsölustaðnum sem farið var á.
Núna var ég að kynnast þessu aftur, nammi namm.
1 egg
2 eggjarauður
Gróft salt
2 tsk Dijon-sinnep
1 ½ dl ólífuolía
1 ½ dl jurtaolía
1 msk hvítvínsedik
Sítrónusafi eftir smekk
1 msk marinn hvítlaukur
Setjið egg og eggjarauður ásamt salti á hnífsoddi og sinnep í háa mjóa skál.
Notið töfrasprota og þeytið vel.
Hellið olíunni smátt og smátt saman við eða þar til majónesið er farið að þykkna.
Bætið þá ediki, sítrónusafa og hvítlauk saman við. Áferðin á að vera svipuð og á vel þeyttum rjóma.
Geymist í ísskáp í allt að þrjá daga.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
January 24, 2025
Toro bearnaise sósa með rækjum!
Oftar en ekki kýs ég einfaldleikann en þó alltaf með einhverju tvisti eftir mínum hætti en ég lít á tilbúna sósugrunna sem kryddið í hvaða sósu sem er og þar er af mörgum að velja. Hérna bæti ég saman við rækjum og eggjarauðu og úr verður æðisleg sósa.
November 21, 2024
June 27, 2024