Grænt pestó heimagert

April 26, 2024

Grænt pestó heimagert

Grænt pestó heimagert
Dásamlega gott að búa til sitt eigið Pestó ef maður er í stuði og langar í það alveg ferskt og gott. Gott ofan á brauð, á fiskrétti og á pastað.

Ég notaði þessa olíu sem sjá má á myndinni

1 búnt af basilíku
80 gr  Furuhnetum
150 gr af Parmesan ost, rifinn niður
1-2 Hvítlauksgeirar, má sleppa
1 dl ólífuolía eða örlítið meira eftir smekk
Saltið svo og piprið smá eftir ykkar smekk og smakkið til

Smellið í hrisstarann eða matvinnsluvélina.

Það er líka hægt að setja Kasjúhnetur í staðinn fyrir Furuhneturnar, jafnvel aðeins meira af þeim en Furuhnetunum.
Næst ætla ég að gera það þannig og leyfi ykkur að fylgjast með.

Dásamlega gott, glænýtt og ferskt

Verði ykkur að góðu.

Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Sósur

Spínat-pestó
Spínat-pestó

June 27, 2024

Spínat-pestó
Ein af þessum einstaklega einföldu og góðu uppskriftum sem maður vill oft mikla fyrir sér. Hentar vel á brauð, á fisk, í pastað ofl sem hugurinn girnist.

Halda áfram að lesa

TORO kjúklingasósa með rósapipar
TORO kjúklingasósa með rósapipar

June 16, 2023

TORO kjúklingasósa með rósapipar
Það er þetta með sósur og tvist. Pakkasósur koma oft að góðum notum og auðvelt er að gera þær að sinni sósu með smá tvisti og oftar en ekki þá baka ég þær upp og bæti svo einhverju saman við.

Halda áfram að lesa

Aioli
Aioli

April 07, 2023

Aioli
Er er eitt af því besta sem ég man eftir frá Ibíza þegar maður var ungur ofan á brauð. Þetta fylgdi alltaf með brauði á hverjum matsölustaðnum sem farið var á.

Halda áfram að lesa