Grænt pestó heimagert
April 26, 2024
Grænt pestó heimagertDásamlega gott að búa til sitt eigið Pestó ef maður er í stuði og langar í það alveg ferskt og gott. Gott ofan á brauð, á fiskrétti og á pastað.
![](https://cdn.shopify.com/s/files/1/2201/0839/files/IMG_9387_480x480.jpg?v=1713715722)
Ég notaði þessa olíu sem sjá má á myndinni
1 búnt af basilíku
80 gr Furuhnetum
150 gr af Parmesan ost, rifinn niður
1-2 Hvítlauksgeirar, má sleppa
1 dl ólífuolía eða örlítið meira eftir smekk
Saltið svo og piprið smá eftir ykkar smekk og smakkið til
![](https://cdn.shopify.com/s/files/1/2201/0839/files/IMG_9388_480x480.jpg?v=1713715722)
Smellið í hrisstarann eða matvinnsluvélina.
Það er líka hægt að setja Kasjúhnetur í staðinn fyrir Furuhneturnar, jafnvel aðeins meira af þeim en Furuhnetunum.
Næst ætla ég að gera það þannig og leyfi ykkur að fylgjast með.
![](https://cdn.shopify.com/s/files/1/2201/0839/files/IMG_9391_480x480.jpg?v=1713715722)
Dásamlega gott, glænýtt og ferskt
Verði ykkur að góðu.
Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
![](https://cdn.shopify.com/s/files/1/2201/0839/files/Copy_of_Copy_of_Saelkeraklubburinn_2_240x240.png?v=1666555567)
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
![](https://cdn.shopify.com/s/files/1/2201/0839/files/Copy_of_Copy_of_Saelkeraklubburinn_4_240x240.png?v=1666559430)
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.