July 17, 2021
Döðlurjómasósa með gráðosti
Þessi dásamlega góða sósa passar ljómandi vel með allri villibráð og jafnvel kjöti líka. Bráðnar alveg í munni.
Uppskrift:
40.gr af döðlum, skornar í bita eða tilbúnar
2.dl vatn
50 gr af gráðosti
2 1/2 dl rjómi/matreiðslurjómi
1.tsk af kjötkrafti-villibráðar leyst upp í 1 dl af vatni
3.msk af hvítvíni
3.msk af rifsberjahlaupi
Salt & pipar úr kvörn til að smakka til.
Setjið 2.dl af vatni í pott með döðlunum og sjóðið saman þar til döðlurnar hafa leyst vel upp, gott að nota písk til að jafna út en annars má alveg finnast smá fyrir litlum döðlubitum. Bætið gráðostinum saman við og svo er rjómanum bætt útí. Villibráðarkjötkrafturinn er leystur upp í vatninu og honum bætt út í ásamt hvítvíninu og rifsberjahlaupinu. Saltið og piprið svo eftir smekk og smakkið til.
Sósan var dásamlega góð.
Njótið & deilið með gleði.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 21, 2024
June 27, 2024
April 26, 2024