Döðlurjómasósa með gráðosti

July 17, 2021

Döðlurjómasósa með gráðosti

Döðlurjómasósa með gráðosti
Þessi dásamlega góða sósa passar ljómandi vel með allri villibráð og jafnvel kjöti líka. Bráðnar alveg í munni.

Uppskrift:
40.gr af döðlum, skornar í bita eða tilbúnar
2.dl vatn
50 gr af gráðosti
2 1/2 dl rjómi/matreiðslurjómi
1.tsk af kjötkrafti-villibráðar leyst upp í 1 dl af vatni
3.msk af hvítvíni 
3.msk af rifsberjahlaupi
Salt & pipar úr kvörn til að smakka til.

Setjið 2.dl af vatni í pott með döðlunum og sjóðið saman þar til döðlurnar hafa leyst vel upp, gott að nota písk til að jafna út en annars má alveg finnast smá fyrir litlum döðlubitum. Bætið gráðostinum saman við og svo er rjómanum bætt útí. Villibráðarkjötkrafturinn er leystur upp í vatninu og honum bætt út í ásamt hvítvíninu og rifsberjahlaupinu. Saltið og piprið svo eftir smekk og smakkið til.

Sósan var dásamlega góð.

Njótið & deilið með gleði.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Sósur

TORO kjúklingasósa með rósapipar
TORO kjúklingasósa með rósapipar

June 16, 2023

TORO kjúklingasósa með rósapipar
Það er þetta með sósur og tvist. Pakkasósur koma oft að góðum notum og auðvelt er að gera þær að sinni sósu með smá tvisti og oftar en ekki þá baka ég þær upp og bæti svo einhverju saman við.

Halda áfram að lesa

Aioli
Aioli

April 07, 2023

Aioli
Er er eitt af því besta sem ég man eftir frá Ibíza þegar maður var ungur ofan á brauð. Þetta fylgdi alltaf með brauði á hverjum matsölustaðnum sem farið var á.

Halda áfram að lesa

Hollandaise sósa með tvisti
Hollandaise sósa með tvisti

February 01, 2023

Hollandaise sósa með tvisti frá Toro 
Þessa gerði ég og hafði með Túnfisk steikinni minni á gamlárskvöld og passaði hún mjög vel með. Núna er ég búin að vera með þrennsskonar sósur á,,,

Halda áfram að lesa