Uppstúfur - Hvít sósa

November 21, 2024 2 Athugasemdir

Uppstúfur - Hvít sósa

Uppstúfur - Hvít sósa
Þessi hentar ljómandi vel með hangikjötinu og í tartelettur sem góður grunnur og er einfaldara að gera en margur heldur. 

Ég var ung að árum að fylgjast með föður mínum að búa til uppstúf en hann var og er mikill hangikjötskall. Einu sinni ætlaði ég nú heldur betur að koma honum á óvart og gera sósuna fyrir hann, munið, einfaldara en maður heldur, hún leit ljómandi vel út eins og silki og pabbi glaður að sjá, þar til hann smakkaði hana!! 
Passið ykkur á að snúa ekki við sykurmagninu og setja það sem salt og öfugt ;)

Sósan var brimsölt eins og sjór!! Hefur ekki klikkað síðan...

50 gr smjör/smjörlíki
50 gr hveiti
500-550 gr mjólk
150 gr soð af hangikjötinu
2 msk sykur, smakkið til
1/2 tsk salt

Ég tvöfalda/þrefalda/fjórfalda eftir því hvað eru margir í mat og ég smakka til.

Bræðið smjörið á lágum hita og bætið svo saman við hveitinu og búið til bollu.
Þynnið út með mjólkinni, setjið smá í einu og þynnið út og síðan bætið þið soðinu saman við og restinni af mjólkinni ásamt sykrinum í restina. Hrærið stöðugt og bætið við aðeins af mjólk/soði ef hún verður of þykk. Bætið saltinu saman við í restina ef ykkur finnst það þurfa.

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




2 Svör

Ingunn Mjöll
Ingunn Mjöll

November 06, 2025

Dásamlegt að heyra Þórhildur

Gott að geta orðið að liði í upprifjun og ég er ánægð að heyra þína útgáfu, sinnep hljómar mjög vel með
og hægt að bæta nánast hvaða bragðefni út í saman við sem manni dettur í hug, bara prufa sig áfram, ég ætla að prufa þetta með sinnepið einn daginn.

Mínar bestu kveðjur
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll

Þórhildur Sig
Þórhildur Sig

November 06, 2025

Takk fyrir, þurfti að rifja upp hvernig maður gerir uppstúf og fékk akkúrat uppskriftina sem mig vantaði. Var að elda bjúgu (ekki hangikjöt, og þar með ekki soð af hangikjötinu, enda hef ég aldrei notað soðið í sósuna). En mér finnst gott að setja sinnep ca.1 tsk.í sósuna og hef svo sinnepið með á borðinu. Mér finnst Dijon sinnepið best en nota annars bara það sem er til. Lærði það á Ísafirði (fyrir 45 árum) að nota sinnepið með bæði hangikjötinu og bjúgum, eða þar sem uppstúfið er.

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Sósur

Toro bearnaise sósa með rækjum!
Toro bearnaise sósa með rækjum!

January 24, 2025

Toro bearnaise sósa með rækjum!
Oftar en ekki kýs ég einfaldleikann en þó alltaf með einhverju tvisti eftir mínum hætti en ég lít á tilbúna sósugrunna sem kryddið í hvaða sósu sem er og þar er af mörgum að velja. Hérna bæti ég saman við rækjum og eggjarauðu og úr verður æðisleg sósa.

Halda áfram að lesa

Spínat-pestó
Spínat-pestó

June 27, 2024

Spínat-pestó
Ein af þessum einstaklega einföldu og góðu uppskriftum sem maður vill oft mikla fyrir sér. Hentar vel á brauð, á fisk, í pastað ofl sem hugurinn girnist.

Halda áfram að lesa

Grænt pestó heimagert
Grænt pestó heimagert

April 26, 2024

Grænt pestó heimagert
Dásamlega gott að búa til sitt eigið Pestó ef maður er í stuði og langar í það alveg ferskt og gott. Gott ofan á brauð, á fiskrétti og á pastað.

Halda áfram að lesa