July 17, 2021
Gúrkusósa*
Æðisleg sósa, létt, fersk og góð og hentar ljómandi vel með fisk ofl góðgæti.
1.dós sýrður rjómi
2.msk majones
½ agúrka
4 hvítlauksrif
Fersk steinselja, ca 1 dl, skorið niður
Salt og pipar úr kvörn
Hrærið saman sýrða rjóma og majones.
Pressið hvítlauksrifinn eða skerið afar smátt og bætið út í ásamt smátt agúrkunni (skorin í litlar ræmur).
Smakkið til með smá salt og pipar úr kvörn og skreytið með steinselju.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 27, 2024
April 26, 2024
June 16, 2023