Gúrkusósa

July 17, 2021

Gúrkusósa

Gúrkusósa*
Æðisleg sósa, létt, fersk og góð og hentar ljómandi vel með fisk ofl góðgæti.

1.dós sýrður rjómi
2.msk majones
½ agúrka
4 hvítlauksrif
Fersk steinselja, ca 1 dl, skorið niður
Salt og pipar úr kvörn

Hrærið saman sýrða rjóma og majones.
Pressið hvítlauksrifinn eða skerið afar smátt og bætið út í ásamt smátt agúrkunni (skorin í litlar ræmur).
Smakkið til með smá salt og pipar úr kvörn og skreytið með steinselju.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Sósur

Spínat-pestó
Spínat-pestó

June 27, 2024

Spínat-pestó
Ein af þessum einstaklega einföldu og góðu uppskriftum sem maður vill oft mikla fyrir sér. Hentar vel á brauð, á fisk, í pastað ofl sem hugurinn girnist.

Halda áfram að lesa

Grænt pestó heimagert
Grænt pestó heimagert

April 26, 2024

Grænt pestó heimagert
Dásamlega gott að búa til sitt eigið Pestó ef maður er í stuði og langar í það alveg ferskt og gott. Gott ofan á brauð, á fiskrétti og á pastað.

Halda áfram að lesa

TORO kjúklingasósa með rósapipar
TORO kjúklingasósa með rósapipar

June 16, 2023

TORO kjúklingasósa með rósapipar
Það er þetta með sósur og tvist. Pakkasósur koma oft að góðum notum og auðvelt er að gera þær að sinni sósu með smá tvisti og oftar en ekki þá baka ég þær upp og bæti svo einhverju saman við.

Halda áfram að lesa