Graslaukssósa

August 30, 2021

Graslaukssósa

Graslaukssósa
Þessa dásamlega góðu sósu hafði ég með grillaðri bleikju og féll hún alveg rosalega vel að smekk gesta minna.

½ dl hvítvínsedik
2 dl hvítvín
1 gulur laukur – saxaður smátt
3 dl rjómi
50 g smjör
Salt og pipar
1 dl graslaukur – skorinn í bita

Edik, hvítvín og laukur sett saman í pott og suðan látin koma upp og lækkað undir.  Látið malla í pottinum í ca.10 mínútur. Þá er vökvinn síaður frá og ætti þá magnið  að vera um 2 dl

Vökvinn settur í pott og hitaður.
Rjómanum bætt við og kryddað með salti og pipar, braðbætt jafnvel með krafti ef vill (smakkið til).

Smjörið sett í og látið bráðna alveg í restina og þá er sósan tekin af hellunni og ætti hún að þykkna lítilega en sósan á að vera í þynnra lagi.

Bætið graslaukur í allra síðast og látið ekki sósuna sjóða eftir það. 

Njótið vel & deilið að vild.

Einnig í Sósur

Gúrkusósa
Gúrkusósa

July 17, 2021

Gúrkusósa*
Æðisleg sósa, létt, fersk og góð og hentar ljómandi vel með fisk ofl góðgæti.

Halda áfram að lesa

Döðlurjómasósa með gráðosti
Döðlurjómasósa með gráðosti

July 17, 2021

Döðlurjómasósa með gráðosti
Þessi dásamlega góða sósa passar ljómandi vel með allri villibráð og jafnvel kjöti líka. Bráðnar alveg í munni.

Halda áfram að lesa

Tartarasósa
Tartarasósa

March 20, 2021

Tartarasósa
Þessa sósu hef ég lengi ætla að gera og lét loksins verða að því til að hafa með djúpsteiktum fisk í orly og ég sé ekki eftir því enda þrusugóð með fiskinum.

Halda áfram að lesa