Coca cola sósa!

December 08, 2025

Coca cola sósa!

Þá kemur Coca cola sósa;
sérlega afbrigðilegt og spennandi ! 
Þessa efri útgáfu hef ég ekki sjálf prufað en stefni að því með tímanum en þessa neðri er ég búin að gera, einsskonar einfaldari útgáfa og hentar að gera með hvaða kjöti sem er, sem fer inn í ofn og þar sem maður nýtir soðið en líka soðið af því sem maður er að sjóða eins og hangikjöt t.d. 

Sælkeraútgáfan:
1 dl. karamelluhjúpur 
1 lítil kók 
5 dl. soð af hamborgarhryggnum 
kjötkraftur 
sósujafnari 
1 - 1½ dl. matreiðslurjómi 
pipar - örl. sósulitur 

Karamellan og kókið, ásamt soðinu af kjötinu soðið vel niður áður en sósan er smökkuð til, hún síðan lituð og þykkt.
Þegar það er búið er rjóminn settur samanvið og sósan soðin í fimm til tíu mínútur við væga suðu eða þar til fallegum gljáa er náð. 

Einfalda útgáfan af Coka Cola sósunni:

1 dós af Coke Cola
2 gulrætur, skornar í sneiðar 
1 rauðlaukur skorinn niður

Þessi blanda er sett undir kjöt sem á að fara inn í ofn eins og t.d. lambakjöt. Soðið er síðan síað frá þegar kjötið er tilbúið en varið varlega. Ég þykkti svo til með Maizena mjöli og smakkaði til og hún var fullkomin en það er alltaf hægt að bæta smá salti/pipar eða kjötkrafti ef ykkur finnst vanta meira bragð.

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Sósur

Toro bearnaise sósa með rækjum!
Toro bearnaise sósa með rækjum!

January 24, 2025

Toro bearnaise sósa með rækjum!
Oftar en ekki kýs ég einfaldleikann en þó alltaf með einhverju tvisti eftir mínum hætti en ég lít á tilbúna sósugrunna sem kryddið í hvaða sósu sem er og þar er af mörgum að velja. Hérna bæti ég saman við rækjum og eggjarauðu og úr verður æðisleg sósa.

Halda áfram að lesa

Uppstúfur - Hvít sósa
Uppstúfur - Hvít sósa

November 21, 2024 2 Athugasemdir

Uppstúfur - Hvít sósa
Þessi hentar ljómandi vel með hangikjötinu og í tartelettur sem góður grunnur og er einfaldara að gera en margur heldur. 

Halda áfram að lesa

Spínat-pestó
Spínat-pestó

June 27, 2024

Spínat-pestó
Ein af þessum einstaklega einföldu og góðu uppskriftum sem maður vill oft mikla fyrir sér. Hentar vel á brauð, á fisk, í pastað ofl sem hugurinn girnist.

Halda áfram að lesa