Hollandaise sósa með tvisti

February 01, 2023

Hollandaise sósa með tvisti

Hollandaise sósa með tvisti frá Toro 
Þessa gerði ég og hafði með Túnfisk steikinni minni á gamlárskvöld og passaði hún mjög vel með. Núna er ég búin að vera með þrennsskonar sósur á síðastliðnum þremur árum og er bara ánægð með þær allar.

1.pk Hollandaise sósa frá Toro
50 gr smjör/smjörlíki
Mjólk
1/2-1 dl hvítvín, smakkið til
Rósa pipar korn

Bræðið smjör/smjörlíki í potti og blandið svo innihaldi pakkans saman við og þynnið út með mjólkinni rólega og bætið síðan hvítvíninu saman við, smakkið til. Bætið saman við rósapiparnum líka og berið fram með fisk ofl

Ég skreytti smá með dill.


Velkomið að deila áfram, takk fyrir það.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Sósur

Coca cola sósa!
Coca cola sósa!

December 08, 2025

Þá kemur Coca cola sósa;
sérlega afbrigðilegt og spennandi ! 
Þessa efri útgáfu hef ég ekki sjálf prufað en stefni að því með tímanum en þessa neðri er ég búin að gera, einsskonar einfaldari útgáfa og hentar að gera með hvaða kjöti sem er, sem fer inn í ofn

Halda áfram að lesa

Toro bearnaise sósa með rækjum!
Toro bearnaise sósa með rækjum!

January 24, 2025

Toro bearnaise sósa með rækjum!
Oftar en ekki kýs ég einfaldleikann en þó alltaf með einhverju tvisti eftir mínum hætti en ég lít á tilbúna sósugrunna sem kryddið í hvaða sósu sem er og þar er af mörgum að velja. Hérna bæti ég saman við rækjum og eggjarauðu og úr verður æðisleg sósa.

Halda áfram að lesa

Uppstúfur - Hvít sósa
Uppstúfur - Hvít sósa

November 21, 2024 2 Athugasemdir

Uppstúfur - Hvít sósa
Þessi hentar ljómandi vel með hangikjötinu og í tartelettur sem góður grunnur og er einfaldara að gera en margur heldur. 

Halda áfram að lesa