Hrogn á rúgbrauði!

February 24, 2025

Hrogn á rúgbrauði!

Hrogn á rúgbrauði!
Þegar ég er með hrogn í matinn, sem er farið að vera núna árlega hjá mér þá er oftar en ekki afgangur og þá er nú gaman að gera eitthvað skemmtilegt úr restinni. Ég hef gert þetta áður og sett á snittubrauð, sjá hérna. En núna þá ákvað ég að smella þessu á afganginn af rúgbrauðinu sem ég átti til.  


Skerið hrognin í sneiðar og steikið á pönnu, notið smjör eða smjörlíki, kryddið með sítrónupipar.

Ristið rúgbrauð og smyrjið, skerið í 4 parta hverja sneið

Leggið hrognasneiðarnar ofan á

Ég setti svo ofan á þær sósu sem ég átti af Graflax sósu en vel er hægt að nota bæði sinnepssósu eða remúlaði. Skerið niður tómata smátt og setið ofaná hverja snittu og skreytið ef vill, ég skreytti með vatnakarfa frá Lambhaga.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eggjakaka með spínati!
Eggjakaka með spínati!

March 20, 2025

Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.

Halda áfram að lesa

Avókadóbrauð!
Avókadóbrauð!

March 18, 2025

Avókadóbrauð!
Fullkomið avókadóbrauð með steiktu eggi og kirsuberjatómötum er frábært að fá sér í hádeginu og einstaklega gott, 1-2 á mann.

Halda áfram að lesa

Smjördeigssamloka!
Smjördeigssamloka!

March 11, 2025

Smjördeigssamloka!
Það er svo gaman að breyta út af vananum og hérna ákvað ég að í staðinn fyrir að vera með brauð að vera með smjördeig með skinku, osti, sætu sinnepi og ananas og hita inni í ofni, ég mæli með!

Halda áfram að lesa