Hrogn á rúgbrauði!
February 24, 2025
Hrogn á rúgbrauði!
Þegar ég er með hrogn í matinn, sem er farið að vera núna árlega hjá mér þá er oftar en ekki afgangur og þá er nú gaman að gera eitthvað skemmtilegt úr restinni. Ég hef gert þetta áður og sett á snittubrauð, sjá hérna. En núna þá ákvað ég að smella þessu á afganginn af rúgbrauðinu sem ég átti til.

Skerið hrognin í sneiðar og steikið á pönnu, notið smjör eða smjörlíki, kryddið með sítrónupipar.

Ristið rúgbrauð og smyrjið, skerið í 4 parta hverja sneið

Leggið hrognasneiðarnar ofan á

Ég setti svo ofan á þær sósu sem ég átti af Graflax sósu en vel er hægt að nota bæði sinnepssósu eða remúlaði. Skerið niður tómata smátt og setið ofaná hverja snittu og skreytið ef vill, ég skreytti með vatnakarfa frá Lambhaga.
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Smáréttir
October 29, 2024
Grilluð pepperoníloka
Stundum langar manni bara í eitthvað fljótlegt en gott og hérna setti ég saman ljúffenga samloku og setti í grillið.
Halda áfram að lesa
July 25, 2024
Súrdeigssamloka með hráskinku!
Hugmynd af ljúffengri samloku og að nýta það sem til er, nú eða kaupa sérstaklega í þessa ef ykkur líst vel á hana. Ég útbjó tvær, borðaði eins strax og skellti svo hinni í Air fryerinn í hádeginu daginn eftir.
Halda áfram að lesa
June 12, 2024
Bátasteikarloka!
Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.
Halda áfram að lesa