March 18, 2025
Avókadóbrauð!
Fullkomið avókadóbrauð með steiktu eggi og kirsuberjatómötum er frábært að fá sér í hádeginu og einstaklega gott, 1-2 á mann.
1-2 egg
1/2 eða 1 avakadó eftir stærð
Salt og pipar eftir smekk
1-2 kirsuberjatómatar skornir til helminga
1-2 brauðsneiðar af grófu brauði eða súrdeigs
1/2 - 1 þroskað avókadó maukað, fer eftir stærð
Gott að skera botninn af tómötunum beggja megin svo þeir standi stolltir.
Ristið brauðið eða steikið á pönnunni með eggjunum, ég var þarna með Munkabrauð sem var frekar stór sneið og var því bara með eina.
Maukið avókadóið og dreifið því á ristað brauð
Setjið steikta eggið ofan á avókadóbrauðið. Kryddið með salti og pipar
Bætið kirsuberjatómatunum ofan á og skreytið að vild
Ég notaði þetta dásamlega góða og ferska Salt og pipar frá Mabrúka
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 12, 2025
Steikarloka!
Þegar maður á afganga af nautakjöti þá nýti ég þá upp til agna, svona eins og hægt er og hérna skellti ég í eina sjúklega góða steikarloku!
June 28, 2025
Enchilada með risarækjum!
Ég elska svona Enchilada og hef útbúið þær nokkrar útfærslurnar, þar á meðal með kjúkling og nautahakki en núna er komið að risarækjunum. Pakkana hef ég keypt annarsvegar í Hagkaup, Krónunni og í Costco þegar það hefur fengist.
March 20, 2025
Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.