Avókadóbrauð!

March 18, 2025

Avókadóbrauð!

Avókadóbrauð!
Fullkomið avókadóbrauð með steiktu eggi og kirsuberjatómötum er frábært að fá sér í hádeginu og einstaklega gott, 1-2 á mann.

1-2 egg
1/2 eða 1 avakadó eftir stærð
Salt og pipar eftir smekk
1-2 kirsuberjatómatar skornir til helminga
1-2 brauðsneiðar af grófu brauði eða súrdeigs

1/2 - 1 þroskað avókadó maukað, fer eftir stærð

Gott að skera botninn af tómötunum beggja megin svo þeir standi stolltir.

Ristið brauðið eða steikið á pönnunni með eggjunum, ég var þarna með Munkabrauð sem var frekar stór sneið og var því bara með eina.

Maukið avókadóið og dreifið því á ristað brauð

Setjið steikta eggið ofan á avókadóbrauðið. Kryddið með salti og pipar

Bætið kirsuberjatómatunum ofan á og skreytið að vild

Ég notaði þetta dásamlega góða og ferska Salt og pipar frá Mabrúka

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eðla! (Ostagums)
Eðla! (Ostagums)

August 30, 2025

Eðla! (Ostagums)
Einn af þessum vinsælu réttum sem margir elska að gæða sér á yfir sjónvarpinu og í veislum. Sósan getur verið ansi mismunandi og ég persónulega elska að prufa nýjar með, þá bæði sterkar, mildar, fjölbreyttar tegundir sem eru í boði en rjómaosturinn er þó ávallt grunnurinn og rifni osturinn yfir.

Halda áfram að lesa

Beikonloka!
Beikonloka!

August 01, 2025

Beikonloka!
Heimagerðar langlokur eru alltaf svo góðar og við getum svo leikið okkur að innihaldinu og hérna er ég með beikon, egg, maiz, salat og pítusósu. 

Halda áfram að lesa

Sveppa Risotto!
Sveppa Risotto!

July 21, 2025

Sveppa Risotto!
Ég keypti þetta Risotto í Costco því mér fannst það spennandi til að prufa og bera fram með Argentísku tempura-risarækjunum. Virkilega gott hvorutveggja.

Halda áfram að lesa