August 01, 2025
Beikonloka!
Heimagerðar langlokur eru alltaf svo góðar og við getum svo leikið okkur að innihaldinu og hérna er ég með beikon, egg, maiz, salat og pítusósu.
Ég setti nokkrar sneiðar af beikoni á smjörpappír og inn í ofn þar til það var orðið krönsí, svo hitaði ég langlokuna lítilega í ofni.
Setjið svo pítusósu á brauðið, salat, egg og að lokum beikonið
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
August 30, 2025
Eðla! (Ostagums)
Einn af þessum vinsælu réttum sem margir elska að gæða sér á yfir sjónvarpinu og í veislum. Sósan getur verið ansi mismunandi og ég persónulega elska að prufa nýjar með, þá bæði sterkar, mildar, fjölbreyttar tegundir sem eru í boði en rjómaosturinn er þó ávallt grunnurinn og rifni osturinn yfir.
July 21, 2025
Sveppa Risotto!
Ég keypti þetta Risotto í Costco því mér fannst það spennandi til að prufa og bera fram með Argentísku tempura-risarækjunum. Virkilega gott hvorutveggja.
July 12, 2025
Steikarloka!
Þegar maður á afganga af nautakjöti þá nýti ég þá upp til agna, svona eins og hægt er og hérna skellti ég í eina sjúklega góða steikarloku!