Enchilada með risarækjum!

June 28, 2025

Enchilada með risarækjum!

Enchilada með risarækjum!
Ég elska svona Enchilada og hef útbúið þær nokkrar útfærslurnar, þar á meðal með kjúkling og nautahakki en núna er komið að risarækjunum. Pakkana hef ég keypt annarsvegar í Hagkaup, Krónunni og í Costco þegar það hefur fengist.

1 pk af Enchilada the Kit
500 gr eða meira af risarækjunum
1 pk af spínati
1 paprika
10 smátómatar
Sítrónupipar
Mosarella ostur rifinn

Í þessum pakka eru 8 vefjur, 1 salsa sósa og 1 Creamy sósa

Byrjið á að steikja risarækurnar létt á pönnu og krydda þær með sítrónupiparnur

Skerið niður grænmetið

Bætið grænmetinu saman við


Því næst má bæta saman við spínatinu í skömmtum þar til það hefur minnkað við eldamennskuna



Hellið þá salsa sósunni saman við

Fyllið vefjurnar jafn með blöndunni


Setjið ost á 

Vefjið þeim upp og setjið í eldfast mót

Þar ofaná creamy sósunni

Og að lokum rifna ostinum. Setjið inn í ofn í um 20-25 mínútur eða þar til osturinn er fallega gylltur.

Skreytið þá að vild og berið fram með fersku salati eða nachos




Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Beikonloka!
Beikonloka!

August 01, 2025

Beikonloka!
Heimagerðar langlokur eru alltaf svo góðar og við getum svo leikið okkur að innihaldinu og hérna er ég með beikon, egg, maiz, salat og pítusósu. 

Halda áfram að lesa

Sveppa Risotto!
Sveppa Risotto!

July 21, 2025

Sveppa Risotto!
Ég keypti þetta Risotto í Costco því mér fannst það spennandi til að prufa og bera fram með Argentísku tempura-risarækjunum. Virkilega gott hvorutveggja.

Halda áfram að lesa

Steikarloka!
Steikarloka!

July 12, 2025

Steikarloka!
Þegar maður á afganga af nautakjöti þá nýti ég þá upp til agna, svona eins og hægt er og hérna skellti ég í eina sjúklega góða steikarloku!

Halda áfram að lesa