Smjördeigssamloka!

March 11, 2025

Smjördeigssamloka!

Smjördeigssamloka!
Það er svo gaman að breyta út af vananum og hérna ákvað ég að í staðinn fyrir að vera með brauð að vera með smjördeig með skinku, osti, sætu sinnepi og ananas og hita inni í ofni, ég mæli með!

Ég notaði í þennan rétt:
2 plötur af smjördegi
2 skinkusneiðar 
2 ananas hringi
Sætt sinnep
Rifinn ost eftir eigin smekk
Pizza krydd

Fletjið smjördeigsplöturnar lítilega út, sjá mynd

Berið sæta sinnepið ofan á smjördeigið

Bætið því næst við ostinum, skinkusneið og ananashring

Kryddið lítilega 

Ég pennslaði svo ofan á með smá olíu og kryddaði meira

Sett inn í ofn á 180°c í um 15 mínútur, fylgist samt vel með og þið sjáið þegar það er tilbúið þegar það er orðin svona gullinbrúnt.

Berið fram með kaldri sinnepssósu, ég keypti sósunu í Krónunni.

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eðla! (Ostagums)
Eðla! (Ostagums)

August 30, 2025

Eðla! (Ostagums)
Einn af þessum vinsælu réttum sem margir elska að gæða sér á yfir sjónvarpinu og í veislum. Sósan getur verið ansi mismunandi og ég persónulega elska að prufa nýjar með, þá bæði sterkar, mildar, fjölbreyttar tegundir sem eru í boði en rjómaosturinn er þó ávallt grunnurinn og rifni osturinn yfir.

Halda áfram að lesa

Beikonloka!
Beikonloka!

August 01, 2025

Beikonloka!
Heimagerðar langlokur eru alltaf svo góðar og við getum svo leikið okkur að innihaldinu og hérna er ég með beikon, egg, maiz, salat og pítusósu. 

Halda áfram að lesa

Sveppa Risotto!
Sveppa Risotto!

July 21, 2025

Sveppa Risotto!
Ég keypti þetta Risotto í Costco því mér fannst það spennandi til að prufa og bera fram með Argentísku tempura-risarækjunum. Virkilega gott hvorutveggja.

Halda áfram að lesa