Námskeið Salt eldhússins!

December 21, 2025

Námskeið Salt eldhússins!

Námskeið Salt eldhússins!
Þegar maður er búin að fylgjast með spennandi námskeiðum hjá Salt eldhúsinu í þó nokkurn tíma þá freistast maður á endanum og skellir sér á námskeið, maður getur nefnilega alltaf lært eitthvað nýtt.

Ég valdi  að fara á námskeiðið í Jólahlaðborðinu hjá þeim þar sem við settum saman 10 rétta jólahlaðborð. Skiptum í lið á nokkrum póstum þar sem okkar biðu spennandi verkefni með uppskriftum og hráefni.

Ég fékk góðfúslegt leyfi til að deila með ykkur einni af uppskriftunum frá námskeiðinu og ég valdi Rauðrófugrafinn lax með piparrótarsósu, sjá hérna!

Við vorum þrjú sem tókum að okkur að gera Kjúklingalifra pate, fylltar tartalettur og dásamlega góðan eftirrétt.

Rölt var svo á milli og skoðað og aðstoðað á öðrum borðum ef þurfti. Það var alveg dásamlegt að sjá þetta allt verða að því sælkera jólaveisluborði sem það á endanum varð og nutum við svo afrakstursins í sameinginu og ég held ég geti með sanni sagt að það fóru allir glaðir frá borði, saddir og sælir. Ég mæli virkilega með því að kíkja á þessi dásamlegu námskeið sem þau bjóða upp á hjónin Sirrý og Sigurður sem eiga og reka Salt eldús, alveg dásamleg hjón. 

Búið var að taka saman í alla réttina svo við gátum hafist handa um leið og búið var að segja okkur eldhúsreglurnar og kynnar okkur fyrir því sem við vorum að fara gera. Þessi tiltekna stöð endaði með afar ljúffengu Rauðkáls salati.

Rauðkálssalat

Ég er spennt fyrir að fara á fleirri námskeið hjá þeim og þau sem heilla mig næst eru ítalska, spánska paellan og að læra að baka súrdeigsbrauð en þau eru yfir 20 mismunandi í boði þarna hjá þeim yfir árið og það ættu svo sannarlega allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Þið finnið þau hérna á feisbókinni
Heimasíðan þeirra er hérna

Hérna var búið að leggja lax í rauðbeðulög

Og útkoman var hreint dásamlega jólaleg

Hérna var verið að útbúa kjúklingalifrapata, kom á óvart hvað þetta var einfalt þegar maður hefur séð þetta gert, við eigum það svo sannarlega til að mikla margt fyrir okkur, alla vega ég stundum þar til ég hef gert eitthvað einum til tvisvar sinnum.

Kjúklingalifrapateið var svo borið fram með snittubrauði sem búið var að bera á olíu lítilega og hita aðeins upp.

Hérna er verið að undirbúa tartaletturnar

Alveg hreint dásamlega ljúffengar, bornar fram heitar með rifsberjasultu

Ofnbakaður Brieostur með ávaxta og hnetublöndu

Púrtvínssíld með rúgbrauðsrandalín

Smurt rúgbrauð sem sett var saman svona skemmtilega og leit út eins og lagterta

Virkilega gaman að bera fram svona fegurð. Ein skemmtilega saga sem ég heyrði var að hér áður fyrr þegar þetta var gert, þá fannst svona hér og þar um húsin þar sem veislur voru, því krakkarnir héldu að þetta væru sætar lagtertur, þar til þau bitu í ;)

Indverskt kjúklingasalat á brúskettu

Marokkóskar kjötbollur með granateplagljáa

Salat með niðurlagðri önd (confit du canardi)

Hérna má sjá hana Sirrý raða í einn réttinn og kenna okkur handtökin

Undirbúningurinn hafinn á eftirréttinum ljúffenga sem var Mascarpone krem með ferskum berjum.

Það breytir vissulega að setja eftirréttina í flottar skálar en toppar það alveg í háum glösum

Sigurður tætir í sig öndina...eftir að búið var að hita hana upp fyrir réttinn

Hérna er svo búið að raða upp veisluborðinu okkar



Smávegis af öllu...

Hjónin Sigurður og Sirrý sem eiga og reka Salt eldhús. Hjartans þakkir fyrir mig, það var alveg dásamlegt að koma til ykkar á námskeið, þar til næst.

Og þarna má svo sjá minn disk, sælkerahlaðinn fyrir sælkerann og eftirréttinn sem var æðislegur eins og allir réttirnir.

Ég vil einnig taka það fram að ég kostaði námskeiðið alveg sjálf að fullu leiti og skrifa þetta frá mínu hjarta eins og allt annað á síðunni minni. Annað myndi ég ávallt taka fram.

Hérna eru svo hópar á feisbókinni sem ég held úti sem þið eruð velkomin að koma í og taka þátt.

Ég mæli líka svo sannarlega með Gjafabréfunum þeirra, ég væri til í svoleiðis, svona við sem eigum allt en langar til að læra meira í dag en í gær.

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni



Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Eða...

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

Fiðrildi.is
Fiðrildi.is

December 10, 2025

Fiðrildi.is - Ásdís Guðmundsdóttir
Fiðrildaferðir er ferðaskrifstofa stofnuð árið 2025 af Ásdísi þar sem hún leggur mikla áherslu á samfélags- og menningartengda ferðamennsku. Þetta hugtak vísar til ferðaþjónustu sem er þróuð af heimamönnum í samstarfi við samfélög á svæðinu og þar sem áhersla er á að virðisaukinn verði eftir á svæðinu.

Halda áfram að lesa

Slow Food markaður í  Flóru!
Slow Food markaður í Flóru!

November 23, 2025

Slow Food markaður í  Flóru!
Slow Food heldur reglulega markaði hér og þar og hérna voru þau með markað í Flóru-grasagarðinum þann 27.september. Ég elska að líta á allsskonar matartengda markaði enda hefur matur og allt sem honum tengist verið eitt af mínum aðal áhugamálum frá unga aldri.

Halda áfram að lesa

Háls í Kjós!
Háls í Kjós!

November 01, 2025

Háls í Kjós!
Ég skellti mér í laugardags-bíltúr í kjósina í sumar til að skoða það sem í boði var hjá þeim hjá Háls í Kjós en það hefur aukist til muna að fólk sé farið að kaupa beint frá býli og ég engin undartekning þar á enda gæðakjöt í boði á betra verði.

Halda áfram að lesa