September 14, 2024
Langbrauð með blönduðum baunum!
Eitt af mínum uppáhalds langbrauðum er súrdeigsbrauðið með sólþurrkuðum tómötum sem fæst hjá Krónunni. Ég kaupi það reglulega og hérna langaði mig svo til að gera eitthvað öðru vísi en að sneiða það bara niður svo ég mér datt í hug þessi útgáfa. Fyllt brauð með blönduðum baunum frá Heinz, egg og ostur yfir, þvílíka snilldin og gaman að bera fram svona spari.
1 dós blandaðar baunir frá Heinz
1 Snittubrauð með sólþurrkuðum tómötum (fæst hjá Krónunni) eða annað
2-3 egg
Mozarella ost
Salt og pipar úr kvörn
Byrjið á að taka innan úr brauðinu
Fyllið brauðið svo með blönduðu baununum en passið að skilja eftir pláss fyrir bæði eggin og ostinn.
Setið eggin ofan á, 2-3 og saltið og piprið eftir smekk
Að lokum setjið þið ostinn yfir og inn í ofn á 180°c í um 15 mínútur eða þar til osturinn er orðinn bráðinn og gullinn brúnn.
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 21, 2024
June 19, 2024
June 08, 2024