Laxabrauðréttur

November 01, 2024 2 Athugasemdir

Laxabrauðréttur

Laxabrauðréttur
Einn af þessum réttum sem ég hef ætlað að gera í langan tíma. 
Virkilega góður kaldur réttur sem ég reyndar útfærði á minn hátt með því að setja í hann Svövu sinnepið og setja hann í smjördeigshring sem ég keypti að þessu sinni af Hérastubbs bakaranum frá Grindavík. 

1 dós sýrður rjómi 
3 msk. majónes 
2 tsk. Svava Sinnep sterkt/sætt
1 tsk. hunang 
1 tsk. timjan 
300 gr. reyktur lax 
4 stk. harðsoðin egg 
1/2 rauð paprika 
1/2 laukur 
1 lítil dós ananaskurl 
1/2 formbrauð/Smjördeigshring /ég notaði smjördeigshring sem kom mjög vel út.

Ég mæli með því að það sé sett á botninn deginum áður en á að bera hann fram svo að hann nái að mýkjast. 


Hrærið samna sýrðum rjóma, majónesi og 3-4 msk af ananassafa.
Blandið sinnepi og hunangi samanvið og kryddinu.
Skerið laxinn, paprikuna og eggin í grófa bita.
Saxið laukinn smátt og blandið saman við ásamt ananaskurlinu.
Rífið brauðið niður og blandið öllu saman.
Gott eitt og sér eða með ristuðu brauði. 

Skerið laxinn, paprikuna og eggin í grófa bita.

Saxið laukinn smátt og blandið saman við ásamt ananaskurlinu.

Fyllið smjördeigshringinn og skreytið að vild

Smjördeigshringir fást í þessum bakaríium:
Smjördeigs hringina er hægt að fá t.d.
Björnsbakarí
Hérastubbur í Grindavík (hægt að panta og sækja í Kópavoginn eins og er)
Reynisbakarí
Sauðakróksbakarí


Lestu meira um Svava sinnep hérna


Dásamlegt ef deilt er áfram og svo finnur þú síðuna líka á Instagram

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




2 Svör

Ingunn Mjöll
Ingunn Mjöll

November 09, 2024

Sæl/l

Svava sinnepið fæst víða á landinu.

Á höfuðborgarsvæðinu þá fæst það í Melabúðinni, Hagkaupsverslununum,
Taste of Iceland á Laugavegi, Kjöthöllinni, Nomad á Laugavegi og svo í Gömlu Matarbúðinni
Austurvegi í Hafnarfirði.

Á landsbyggðinni:
Ljómalind Borgarnesi, Skjálfti Reykholti í Borgarfirði, Hagkaup á Akureyri,
Hús handanna á Egilsstöðum, Made in Iceland á Selfossi og Kjötbúrið á Selfossi.

Svava er síðan á hinum ýmsu matarmörkuðum víðsvegar um landið og kynnir það reglulega í matvörubúðum, best að fylgja henni á feisbókinni https://www.facebook.com/svavasinnep því þar auglýsir hún ávallt hvar hún verður að kynna og svo hefur hún verið á Matarmarkaði Íslands sem haldinn er reglulega í Hörpu og verður sá markaður næst 14 og 15.desember.

Með bestu kveðju
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll

Hvar fæst þetta sinnep?
Hvar fæst þetta sinnep?

November 03, 2024

Hvar fæst þetta sinnep?

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Humar brauðterta!
Humar brauðterta!

November 23, 2024

Humar brauðterta!
Ég stóðst ekki freistinguna á að spyrja hvort ég fengi leyfi til að birta þessa uppskrift þegar ég sá hana, fékk góðfúslegt leyfi og ég að sjáfsögðu skellti mér svo í að gera hana og bjóða upp á í sunnudagskaffi hjá mér. Ég og gestirnir mínir gefa henni súpergóð meðmæli líka. Kettirnir fengu ekki smakk...:)

Halda áfram að lesa

Roastbeef brauðterta!
Roastbeef brauðterta!

November 13, 2024

Roastbeef brauðterta!
Ein af okkar uppáhalds brauðtertum er klárlega roastbeef brauðtertan. Þessa bjó ég til fyrir afmæli föður míns og ég keypti niðursneitt roastbeef hjá Kjöthöllinni sem var alveg æðislega gott, mæli með.

Halda áfram að lesa

Brauðterta með silung!
Brauðterta með silung!

October 24, 2024

Brauðterta með silung!
Hérna er á ferðinni afar bragðgóð rúlluterta með silungasalati sem var í kaffiboð hjá móður minni á 88.ára afmælisdaginn hennar. Virkilega góð!

Halda áfram að lesa