Humar brauðterta!

November 23, 2024 2 Athugasemdir

Humar brauðterta!

Humar brauðterta!
Ég stóðst ekki freistinguna á að spyrja hvort ég fengi leyfi til að birta þessa uppskrift þegar ég sá hana, fékk góðfúslegt leyfi og ég að sjáfsögðu skellti mér svo í að gera hana og bjóða upp á í sunnudagskaffi hjá mér. Ég og gestirnir mínir gefa henni súpergóð meðmæli líka. Kettirnir fengu ekki smakk...:)

Vegna fjölda áskorana þá kemur hérna uppskriftin af 'Humarbrauðtertu Múlans en hún hlaut einkunnina 10/10 í Bítinu á Bylgjunni sagði hann Kjartan A.Mula.

"Humarsalat fyrir brauðtertu Múlans"

300-400g af skel-lausum "súpu"-humari.
300g. Majónes.
1.dós sýrðurrjómi 18%.
1.rauð paprika.
6-8.egg ( fer eftir því hvað þau eru stór ).
1.búnt Steinselja.
1.langskorið brauð..
Safi úr 1.lítili sítrónu.
Arómat, hvítlausksalt, salt og pipar ( og kanski smá paprika), en má sleppa..

Svona geri ég sjálft salatið sagði Kjartan.
Best er að gera salatið kvöldið áður og geyma í kæli og smyrja svo á brauðið um morguninn, svo öll brögðin nái að blandast..góður punktur sem virkaði mjög vel.

Byrjið á að steikja humarinn upp úr miklu smjöri og krydda með hvítlauksaltinu, ég reyndar notaði blöndu af sítrónupipar og hvítlauks kryddi.  Eftir um 2-3 mín sigtið þá humarinn og henda svo strax aftur á heita pönnuna, ( svo humar steikist en ekki sjóði bara í smjörinu)

Setjið þá góðari lúku af fínt skorni steinselju og steikja í góða mínútu eða þangað til þér finnst hann vera tilbúinn.

Ég kryddaði humarinn með sítrónu kryddinu frá By Artos sem ég hreinlega elska, sjá hér

Setja þá á eldhúsbréf og gleymið þangað að þá að nota hann.

Fín-saxið papriku og setjið hana svo á eldhúspappír til að þurrka hana fyrir salatið. ( hún verður stökkari fyrir vikið.) eitt af þessum snilldarinnar tipsum frá honum Kjartani og ykkur að segja þá fór ég eftir þeim öllum og þau virkuðu heldur betur vel.

Harðsjóðið eggin og stappið þau svo með gaffli í skál.

Hræra þá majónes og sýrðan rjóma saman og krydda með Arómat, salti, pipar og ca hálfri lúku af steinselju og ( pínupons paprikuduft ) plús sítrónusafi eftir smekk. 



Skerið þá humarinn í hæfilega litla bita, svona ca hálfan litla putta og setja útí ásamt fín-skorni papriku og eggjunum og hræra vel en varlega með sleif.
Kryddið eftir smekk.

Munið bara að þið eruð ekki að búa til humarrétt þar sem fólk vil stóra bita af humar og ástæðan fyrir því að fólk á þurrka humarinn og paprikuna er að salatið er nógu blautt fyrir og við viljum ekki að þetta breytist í súpu heheh.. góður punktur hjá honum.

Geymið blönduna í ísskáp yfir nóttina

Dagur 2


Smyrjið svo jafnt á brauðið og staflið upp, skreyta með því sem þið viljið en hann notaði svört hrogn, papriku og sítrónu.. ég aftur á móti notaði Smá salat frá Lambhaga, sítrónu, papriku og agúrku sem ég skar í lengjur með þar til gerðu áhaldi og toppaði svo skreytinguna með steinselju. En það sem er líka svo gaman við að skreyta brauðterturnar er að enginn þeirra er eins og við öll gerum okkar besta og gerum þær að okkar.

P.s gleymdi einu, "setjið smá majónes í skál og sýrðan rjóma ca 1 á móti 3 og hrærið vel og krydda eftir smekk með salti, pipar, arómat og smá sítrónusafa.
Með því að nota sýrðanrjóma þá verður brauðtertan léttari og helst hvítari miklu lengur...









Þegar maður gerir brauðtertuna svona með 3 lögum eins og ég gerði þá er ekki verra ef tekið er aðeins öðru megin í einu svona eins og við gerðum snillingarnir því ef það verður afgangur þá kemur hún svona flott út einföld.

Takk kæri Kjartan A.Mula fyrir þessa frábæru uppskrift og hjartans þakkir fyrir að leyfa mér að deila henni hérna á síðunni minni, takk!

Dásamlegt ef deilt er áfram og svo finnur þú síðuna líka á Instagram

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




2 Svör

Ingunn Mjöll
Ingunn Mjöll

June 11, 2025

Dásamlegt að heyra Guðmunda og hjartans hamingjuóskir með brauðtertuna þína, væri gaman að heyra uppskriftina ef þú vilt deila henni með okkur og svo ert þú líka velkomin í hópinn Brauðtertur & heitir réttir. (https://www.facebook.com/groups/1134737780227298)

Mínar bestu kveðjur
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll

Guðmunda
Guðmunda

June 11, 2025

Þessa uppskrift verð ég að prófa. Èg tók þátt í keppninni Brauðtertumeistari Bylgjunnar og vann með mína brauðtertu sem var með reyktum Silung. Þessi Humarterta kom svo í smökkun til þeirra seinna veit ég

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Rækjuréttur kaldur!
Rækjuréttur kaldur!

June 28, 2025

Rækjuréttur kaldur!
Þegar brauðtertu brauðið molnar allt niður þá sér maður nú við því og skellir bara í brauðtertu rétt í fati og skreytir.

Halda áfram að lesa

Beikon brauðterta heit!
Beikon brauðterta heit!

February 15, 2025

Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.

Halda áfram að lesa

Roastbeef brauðterta!
Roastbeef brauðterta!

November 13, 2024

Roastbeef brauðterta!
Ein af okkar uppáhalds brauðtertum er klárlega roastbeef brauðtertan. Þessa bjó ég til fyrir afmæli föður míns og ég keypti niðursneitt roastbeef hjá Kjöthöllinni sem var alveg æðislega gott, mæli með.

Halda áfram að lesa