Brauðterta með Mills-kavíar

June 08, 2024

Brauðterta með Mills-kavíar

Brauðterta með Mills-kavíar
Þessi er öðruvísi en allar aðrar sem ég hef gert, þá meina ég þessar hefðbundnu en hún kom skemmtilega á óvart og var mjög góð og fékk góð meðmæli.

Fyrir þá sem vilja alls ekki t.d. krabbakjötið geta hæglega skipt því út fyrir t.d. rækjur, nú eða bara aspas og gert hana að vegan brauðtertu.

1 gróft eða fínt brauð, langskorið, 4 sneiðar og skorpan skorin frá
1 túpa af Mills-kavíar með rjómaosti, 170 gr
1-2 lárperur (avakadó) eftir stærð
2-3 msk.Philadelpia-rjómaostur
½ túpa Mills-kavíar
3 egg, harðsoðin og söxuð
150 gr surimi-krabbakjöt, saxað, takið nokkra heila bita frá til skrauts eða saxið
½ agúrka, söxuð


1. Leggið eina brauðlengju á fat eða bakka. Smyrjið lagi af Mills-kavíar með rjómasti ofan á, notið u.þ.b. helminginn úr túpunni.
2. Maukið lárperu gróft og blandið Philadelpia-rjómaosti saman við.
Takið smávegis af lárperumaukinu frá til að setja ofan á tertuna og smyrjið síðan afganginum af því á brauðlengjuna.
3. Leggið aðra brauðlengjuna ofan á og smyrjið með Mills kavíar og dreifið söxuðu eggjuð yfir.
4. Leggið lengju af brauði ofan á og smyrjið með afganginum af Mills kavíar með rjómaosti, setjið saxaða surimi-krabbakjötið ofan á og smátt skorna agúrkuna.
5. Leggið eina brauðlengju ofan á að lokum.
Smyrjið brauðtertuna að utan með sýrðum rjóma og þekið hliðarnar með söxuðu káli eða leggjið það í heilu á eins og sjá má á mynd. 
Skreytið með lárperumauki, papriku, surimi og kirsuberjatómötum eftir ykkar eigin smekk og eins og ykkur finnst best.

1. Leggið eina brauðlengju á fat eða bakka. Smyrjið lagi af Mills-kavíar með rjómasti ofan á, notið u.þ.b. helminginn úr túpunni.




2. Maukið lárperu gróft og blandið Philadelpia-rjómaosti saman við.
Takið smávegis af lárperumaukinu frá til að setja ofan á tertuna og smyrjið síðan afganginum af því á brauðlengjuna.



3. Leggið aðra brauðlengjuna ofan á og smyrjið með Mills kavíar og dreifið söxuðu eggjuð yfir.

4. Leggið lengju af brauði ofan á og smyrjið með afganginum af Mills kavíar með rjómaosti, setjið saxaða surimi-krabbakjötið ofan á og smátt skorna agúrkuna.

5. Leggið eina brauðlengju ofan á að lokum.

Smyrjið síðan brauðtertuna að utan með sýrðum rjóma og skreytið svo að ykkar smekk og hafið gaman af.

Skraut ofan á:
1 dl sýrður rjómi
Íssalat frá Lambhaga t.d
40 gr klettakál, má sleppa
¼ gul paprika
¼ rauð paprika
Nokkrir kirsuberjatómatar





 

Verði ykkur að góðu!

P.S. Fyrir þá sem vilja nýta restina af brauðtertu brauðinu þá er snilld að gera t.d. Túnfisk brauðtertu, sjá hérna

Þakklát fyrir allar deilingar áfram og leyfið mér endilega að heyra hvernig ykkur líkaði ef þið prufið uppskriftina, það má merkja okkur líka á Instagram.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Humar brauðterta!
Humar brauðterta!

November 23, 2024

Humar brauðterta!
Ég stóðst ekki freistinguna á að spyrja hvort ég fengi leyfi til að birta þessa uppskrift þegar ég sá hana, fékk góðfúslegt leyfi og ég að sjáfsögðu skellti mér svo í að gera hana og bjóða upp á í sunnudagskaffi hjá mér. Ég og gestirnir mínir gefa henni súpergóð meðmæli líka. Kettirnir fengu ekki smakk...:)

Halda áfram að lesa

Roastbeef brauðterta!
Roastbeef brauðterta!

November 13, 2024

Roastbeef brauðterta!
Ein af okkar uppáhalds brauðtertum er klárlega roastbeef brauðtertan. Þessa bjó ég til fyrir afmæli föður míns og ég keypti niðursneitt roastbeef hjá Kjöthöllinni sem var alveg æðislega gott, mæli með.

Halda áfram að lesa

Laxabrauðréttur
Laxabrauðréttur

November 01, 2024 2 Athugasemdir

Laxabrauðréttur
Einn af þessum réttum sem ég hef ætlað að gera í langan tíma. 
Virkilega góður kaldur réttur sem ég reyndar útfærði á minn hátt með því að setja í hann Svövu sinnepið og setja hann í smjördeigshring sem ég keypti að þessu sinni af Hérastubbs bakaranum frá Grindavík. 

Halda áfram að lesa