Roastbeef brauðterta!

November 13, 2024

Roastbeef brauðterta!

Roastbeef brauðterta!
Ein af okkar uppáhalds brauðtertum er klárlega roastbeef brauðtertan. Þessa bjó ég til fyrir afmæli föður míns og ég keypti niðursneitt roastbeef hjá Kjöthöllinni sem var alveg æðislega gott, mæli með.

1 hringtertu brauðterta eða langskorið (hringurinn fæst reyndar í Kristjánsbakarí á Akureyri fyrir þá sem eiga leið þar um þá er snilld að kaupa nokkur stk og setja í frystinn til að eiga.

1 líter ca af remúlaði (ég notaði ekki alveg allt)
420 gr ca af Roastbeef (haldið eftir um 6-8 sneiðum af roastbeef til að nota til skreytingar 
2-3 dl af steiktum lauk
1-2 dl af súrum gúrkum eða eftir smekk
1 dós apríkósur

Skerið brauðtertu hringinn í 3-4 hluta eftir því sem þið treystið ykkur til,, ég náði að skera í 3 hluta. 
Setjið ca 1/3 hlutann af remúlaðinu í skál
Skerið roastbeefið í bita og bætið saman við ásamt 2 dl af steiktum lauk og 1-2 dl af súrum gúrkum smátt sneiddum. Hrærið allt vel saman og berið á botnana og skreytið svo með roastbeef sneiðunum allan hringinn, súrum gúrkum og apríkósum. 

Það er að sjálfsögðu alveg í ykkar höndum að skreyta líka eftir ykkar eigin smekk sem við gerum nú oftast nær þó gott sé að hafa aðrar skreytingar til hliðsjónar.


Skreytið með roastbeef allan hringinn eða öðru eftir ykkar eigin smekk



Afmæliskaffiboð með Roastbeef brauðtertu, Súkkulaði köku og Tebollum.

Dásamlegt ef deilt er áfram og svo finnur þú síðuna líka á Instagram

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Hangikjöts skonsubrauðterta!
Hangikjöts skonsubrauðterta!

October 18, 2025

Hangikjöts skonsubrauðterta!
Frumraun mín í skonsubrautertu gerð sem heppnaðist bara furðuvel og allir voru glaðir með sem fengu að smakka hana. Maður lærði þó eitt og annað sem hafa þarf í huga eins og stærð pönnunnar, því mér fannst blessuð pönnukökupannan allt of lítið og fór því mínar eigin leiðir. Gaman væri að vita hvernig pönnu þið notið í ykkar bakstri.

Halda áfram að lesa

Rækjuréttur kaldur!
Rækjuréttur kaldur!

June 28, 2025

Rækjuréttur kaldur!
Þegar brauðtertu brauðið molnar allt niður þá sér maður nú við því og skellir bara í brauðtertu rétt í fati og skreytir.

Halda áfram að lesa

Beikon brauðterta heit!
Beikon brauðterta heit!

February 15, 2025 2 Athugasemdir

Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.

Halda áfram að lesa