October 18, 2025
Hangikjöts skonsubrauðterta!
Frumraun mín í skonsubrautertu gerð sem heppnaðist bara furðuvel og allir voru glaðir með sem fengu að smakka hana. Maður lærði þó eitt og annað sem hafa þarf í huga eins og stærð pönnunnar, því mér fannst blessuð pönnukökupannan allt of lítið og fór því mínar eigin leiðir. Gaman væri að vita hvernig pönnu þið notið í ykkar bakstri.
Ég ætla að byrja ná uppskriftinni af innihaldinu, salatinu:
400-500 gr af hangikjöti (afgang t.d. eða áleggi) meira ef ykkur finnst vanta og til skreytingar
1 dós stór af majonesi, um 500 gr
5 egg, 4 í salatið og 1 í skreytinguna
1 dós litil af aprikósum
1/2 dós af Blönduðum baunum og gulrætum
Seson All, ég notaði í bland venjulegt og svo með papriku líka
Agúrku, til skreytingar eða annað að ykkar vali
Sjóðið eggin og kælið. Skerið hangikjötið í litla bita. Hrærið vel majonesið og setjið allt saman við og kryddið svo og smakkið til.
Setjið salatið á hverja skonsu
Hjá mér voru fjögur lög, ég setti ekki salat efst á, ég valdi að skreyta frekar
Og hérna er mín skreyting

Skonsudegið:





Þurrefnunum og eggjum er hrært fyrst saman (m. písk eða í hrærivél) mjólkinni er bætt út í smátt og smátt og smjörinu. Síðan eru skonsurnar bakaðar á pönnukökupönnu við frekar lágan hita (1 til 1 1/2) á þessum gömlu en á nýjum eldavélum má alveg hækka hitann upp í 3-4, þið finnið út úr þessu eins og ég og verðið meistarar í næsta sinn.
Deilið með gleði...
Þið finnið okkur líka á Instagram
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 28, 2025
Rækjuréttur kaldur!
Þegar brauðtertu brauðið molnar allt niður þá sér maður nú við því og skellir bara í brauðtertu rétt í fati og skreytir.
February 15, 2025 2 Athugasemdir
Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.
November 23, 2024 2 Athugasemdir