February 15, 2025
Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.
Byrjið á að setja beikonið inn í ofn á 180°c í um 20 mínútur, snúið því við á miðjum tímanum. Setjið beikonið svo á eldhúspappír til að ná mestu fitunni af.
1 rúllutertubrauð
1 dós af grænum aspas
8-10 beikonsneiðar, grillaðar í ofni á smjörpappír
1 dós af Creamy Aspas súpu frá Campell's
1 askja af Smurosti með Blaðlauk og lauk (hægt að nota aðrar tegundir líka)
1/2 paprika, ég notaði gula
Rifinn mosarella ostur
Grísk jógúrt til að smyrja aðeins ofaná brauðið
Setjið aspassúpuna í pott og hitið upp, bætið saman við smurostinum, asapas og smá safa með, paprikunni og beikoni, látið hitna og blandast vel saman.
Rúllið brauðinu út og setjið fyllinguna jafnt ofan á
Smyrjið ofan á brauðið með grískri jógúrt
Og setjið svo rifna ostinn ofan á
Setjið í miðjan ofninn á 180°c í um 20-25 mínútur ef fyllingin hefur kólnað annars 15-20 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
Gott er að fylgast vel með svo osturinn verði ekki of mikið bakaður
Þessa blöndu bauð ég upp á með sunnudags kaffinu, heita brauðtertu og vöfflur með rjóma.
Gott að gæða sér á afganginum daginn eftir og skella þér annað hvort í Air fryer eða örbylgjuofninn.
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 23, 2024
November 13, 2024
November 01, 2024 2 Athugasemdir