Ferskur rækjuréttur kaldur

July 21, 2024 2 Athugasemdir

Ferskur rækjuréttur kaldur

Ferskur rækjuréttur kaldur
Þessi er einstaklega góður og ferskur. Bjó hann loksins til og bauð fjölskyldunni í kaffi. Flottur á veisluborðið, saumaklúbbinn og einfalt að útbúa hann og skella í ísskápinn t.d. deginum áður.

Hráefni:

1 krukka af Heinz majonesi 
1 dós sýrður rjómi
½ dós ananas
púrrulaukur eða vorlaukur
8 brauðsneiðar ca að eigin vali

Ofaná:

500 gr. rækjur
1 camenbert.

Skreyting:

rauð paprika (skorin í smáa teninga)
græn paprika (skorin í smáa teninga)
vínber. (skorin í tvennt)

Láta standa í minnst ½ klst.




Þessu blandað vel saman og brauðið rifið út í og látið í fallega skál.










 

Uppskrift frá Eybjörg Dóra Sigurpálsdóttir sem hún deildi með okkur inni á Brauðtertur & heitir réttir

Ljósmyndir: Ingunn Mjöll/Islandsmjoll

Verði ykkur að góðu!

Þakklát fyrir allar deilingar áfram og leyfið mér endilega að heyra hvernig ykkur líkaði ef þið prufið uppskriftina, það má merkja okkur líka á Instagram.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




2 Svör

Ingunn Mjöll
Ingunn Mjöll

May 07, 2025

Dásamlegt að heyra Þorbjörg.

Snilld að krydda smávegis.

Bestu kveðjur
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll

Þorbjörg Ársælsdóttir
Þorbjörg Ársælsdóttir

May 07, 2025

Þetta er alveg snilld, mjög góð uppskrift, ég setti smá sítrónupipar og hvítan pipar í gummsið, takk fyrir ❤️🥰❤️

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Rækjuréttur kaldur!
Rækjuréttur kaldur!

June 28, 2025

Rækjuréttur kaldur!
Þegar brauðtertu brauðið molnar allt niður þá sér maður nú við því og skellir bara í brauðtertu rétt í fati og skreytir.

Halda áfram að lesa

Beikon brauðterta heit!
Beikon brauðterta heit!

February 15, 2025

Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.

Halda áfram að lesa

Humar brauðterta!
Humar brauðterta!

November 23, 2024 2 Athugasemdir

Humar brauðterta!
Ég stóðst ekki freistinguna á að spyrja hvort ég fengi leyfi til að birta þessa uppskrift þegar ég sá hana, fékk góðfúslegt leyfi og ég að sjáfsögðu skellti mér svo í að gera hana og bjóða upp á í sunnudagskaffi hjá mér. Ég og gestirnir mínir gefa henni súpergóð meðmæli líka. Kettirnir fengu ekki smakk...:)

Halda áfram að lesa