July 21, 2024
Ferskur rækjuréttur kaldur
Þessi er einstaklega góður og ferskur. Bjó hann loksins til og bauð fjölskyldunni í kaffi. Flottur á veisluborðið, saumaklúbbinn og einfalt að útbúa hann og skella í ísskápinn t.d. deginum áður.
Hráefni:
1 krukka af Heinz majonesi
1 dós sýrður rjómi
½ dós ananas
púrrulaukur eða vorlaukur
8 brauðsneiðar ca að eigin vali
Ofaná:
500 gr. rækjur
1 camenbert.
Skreyting:
rauð paprika (skorin í smáa teninga)
græn paprika (skorin í smáa teninga)
vínber. (skorin í tvennt)
Láta standa í minnst ½ klst.
Þessu blandað vel saman og brauðið rifið út í og látið í fallega skál.
Uppskrift frá Eybjörg Dóra Sigurpálsdóttir sem hún deildi með okkur inni á Brauðtertur & heitir réttir
Ljósmyndir: Ingunn Mjöll/Islandsmjoll
Verði ykkur að góðu!
Þakklát fyrir allar deilingar áfram og leyfið mér endilega að heyra hvernig ykkur líkaði ef þið prufið uppskriftina, það má merkja okkur líka á Instagram.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 23, 2024
November 13, 2024
November 01, 2024 2 Athugasemdir