July 21, 2024 2 Athugasemdir
Ferskur rækjuréttur kaldur
Þessi er einstaklega góður og ferskur. Bjó hann loksins til og bauð fjölskyldunni í kaffi. Flottur á veisluborðið, saumaklúbbinn og einfalt að útbúa hann og skella í ísskápinn t.d. deginum áður.
Hráefni:
1 krukka af Heinz majonesi
1 dós sýrður rjómi
½ dós ananas
púrrulaukur eða vorlaukur
8 brauðsneiðar ca að eigin vali
Ofaná:
500 gr. rækjur
1 camenbert.
Skreyting:
rauð paprika (skorin í smáa teninga)
græn paprika (skorin í smáa teninga)
vínber. (skorin í tvennt)
Láta standa í minnst ½ klst.


Þessu blandað vel saman og brauðið rifið út í og látið í fallega skál.




Uppskrift frá Eybjörg Dóra Sigurpálsdóttir sem hún deildi með okkur inni á Brauðtertur & heitir réttir
Ljósmyndir: Ingunn Mjöll/Islandsmjoll
Verði ykkur að góðu!
Þakklát fyrir allar deilingar áfram og leyfið mér endilega að heyra hvernig ykkur líkaði ef þið prufið uppskriftina, það má merkja okkur líka á Instagram.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
May 07, 2025
Þetta er alveg snilld, mjög góð uppskrift, ég setti smá sítrónupipar og hvítan pipar í gummsið, takk fyrir ❤️🥰❤️
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 18, 2025
Hangikjöts skonsubrauðterta!
Frumraun mín í skonsubrautertu gerð sem heppnaðist bara furðuvel og allir voru glaðir með sem fengu að smakka hana. Maður lærði þó eitt og annað sem hafa þarf í huga eins og stærð pönnunnar, því mér fannst blessuð pönnukökupannan allt of lítið og fór því mínar eigin leiðir. Gaman væri að vita hvernig pönnu þið notið í ykkar bakstri.
June 28, 2025
Rækjuréttur kaldur!
Þegar brauðtertu brauðið molnar allt niður þá sér maður nú við því og skellir bara í brauðtertu rétt í fati og skreytir.
February 15, 2025 2 Athugasemdir
Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.
Ingunn Mjöll
May 07, 2025
Dásamlegt að heyra Þorbjörg.
Snilld að krydda smávegis.
Bestu kveðjur
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll